The Big Apple

Jæja nú erum við s.s. komin til Nýju Jórvíkur, við erum hér á hótel Edison við Times Square og liggjum núna og hvílum lúin bein 😉 Við fórum í loftið um kl. 11 að íslenskum tíma í morgun eftir 30 mínútna seinkun, það voru einhverjir sem ekki fengu að fara með vélinni og þurfti að leita að farangri þeirra í lestinni á flugvélinni. En þegar við komumst í loftið var flugið bara yndislegt eftir það, fallegt veður og lítil ókyrrð alla leiðina. Flugstjórinn okkar hún Linda nokkur Gunnarsdóttir, mamma barna á Sólbrekku flaug vélinni með stakri prýði og við lentum klukkan 13 að amerískum tíma eftir 6 tíma flug. Síðan tók við þetta hefðbundna, tollur og útlendingaeftirlit og eftir að hafa fengið töskurnar fórum við og fengum far með skutlu ásamt 8 öðrum farþegum frá ýmsum löndum m.a. Finna sem flaug út með okkur og er hér á Edison. Eftir að hafa tékkað okkur inn gengum við út í mannlífið á Times Square, niður að Empire State og til baka eftir 5th Avenue að Central Park með viðkomu í Trump Tower. Ekki sáum við nú Trumpinn sjálfan en kíktum inn og skoðuðum okkur um 😉 Núna í kvöld á að vera flugeldasýning hérna niður við sjóinn en við erum að hugsa um að sleppa því að fara og erum hér í staðinn að setja inn smá skýrslu og myndir. Á morgun er ætlunin að fara með svona sigtseeing bus eins og hinir túristarnir og sjá borgina þannig. Þar til þá good night 🙂

Þorvaldur við tölvuna

Gróa við Times Square

Gróa við Nálina

Þorvaldur við Herald Square

Empire

Þorvaldur við Trump Tower

Central Park

Þorvaldur í Central Park

Gróa við ástarmerkið

Þorvaldur við eina af frelsisstyttunum

Þorvaldur við Portland Square hótelið

3 thoughts on “The Big Apple

  1. Ekkert smá… gott að það sé tekið vel á því… gamli hefur greinilega fengið sér flotta skyrtu sem skiptir um lit. 🙂

  2. Þorvaldur minn…þú ert eitthvað svo “svettí” á síðustu myndunum að það mætti halda að það sé álíka hitabyglja þarna og þegar við Gilli vorum úti í NYC hérna um árið…en þá var hvíta fólkið af klakanum að bráðna!

    Ég er sammála Eddu…vildi óska þess að ég væri í NYC að njóta lífsins.

    kveðja,
    Hanna

Comments are closed.