Ótrúlegt hvað maður getur komist að skemmtilegum hlutum með því að vera vafra um internetið. Þannig er að ég er búin að liggja í rúminu í dag með einhverja veiki, flensu eða eitthvað annað veit ekki 🙁 Er búin að vera kvefuð í á þriðju viku, fór til læknis á föstudag í síðustu viku og fékk pensillín sem ég átti að taka eftir helgi ef ég yrði ekki betri. Á sunnudaginn gafst ég upp og leysti út lyfið og byrjaði að taka það. Síðan þá hef ég hóstað eins og berserkur nótt og nýtan dag og eru lungun farin að vera ansi aum. Svo núna undir kvöldið var mín bara komin með meiri hita, verð að losna við þetta fyrir ferðina sem hefst á þriðjudags eftirmiðdag, spurning um að hringja í Guðmund lækni humm… En hvað með það, var búin að liggja í allan dag og dorma, lesa smávegis og reyna að góna á imbann en fór að kíkja í tölvuna í leit af einhverju skemmtilegu. Og það sem mér finnst skemmtilegast að skoða eru auðvitað skemmtisiglingar 😉 Þar sem ég er að skoða einhverjar skoðanaferðir sem við getum farið í í ferðinni, dettur mér í hug að tékka á verðum á ferð eins og við erum að fara í. Og viti menn þá komst ég að því mér til mikillar gleði, að siglingin okkar sem við förum í 17. febrúar er núna á $4598 herbergið með öllu en við greiddum um $2300 og það var einungis eitt herbergi í boði á okkar hæð. Ég komst því að því að það borgar sig að skipuleggja svona ferðir snemma en ekki bíða fram á síðasta dag 🙂 Ef einhverjir eru áhugasamir um siglingar er hægt að hafa samband við ferðaskrifstofu Gróu sem er að verða sérfræðingur í þessu eftir allt bröltið á okkur eða þannig 😉
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2008
Í vikulokin
Nú er enn ein helgin liðin og komið að nýrri vinnuviku, ja hvað tíminn er fljótur að líða 🙂 Það hefur verið mikið að gera um þessa helgi hjá okkur, fyrir utan fasta liði eins og innkaup og þvotta, þá fórum við mæðgur tvisvar í ræktina í gær. Við fórum í „laugardagsfjör“ ótrúlega skemmtilegan danstíma og síðan hittum við þjálfara sem sýndi okkur tækjasalinn. Við getum nú farið að bæta við æfingaprógrammið og farið að sprikla í salnum og pumpað vöðvana í hinum ýmsu tækjum, bara skemmtilegt eða þannig 😉 Í dag fórum við svo með litla vinkonu okkar, hana Ísabellu í leikhús. Við sáum „Skilaboðaskjóðuna“ ótrúlega skemmtilegt leikverk bæði fyrir börn og fullorðna. Edda var að upplifa barnæskuna eða þannig, því hún sá þetta leikverk þegar hún var svona 7-8 ára og spilaði gat á segulbandsspóluna sem hún átti með leikritinu. Ég held hún hafi bara skemmt sér eins vel núna, ég gerði það alla vega og ég held að Ísabella hafi líka skemmt sér mjög vel. Alltaf gaman að fara í leikhús. Nú er bara rúm vika í ferðina okkar og ég skreið inn í geymslu eftir ferðatöskum í morgun um leið og ég tók svolítið til í geymslunni. Maður verður nú að fara að hugsa fyrir því hvað sett verður í þær, því eins og þeir vita sem lesa þessa vitleysu í mér hér á síðunni, þá hef ég þá leiðu tilhneigingu að pakka alltof miklu 🙁 En kannski verð ég bara skynsöm í þetta skiptið og pakka hæfilegu… en nóg með það, það styttist í háttatíma og ég er að hugsa um að hætta þessu að sinni. Þar til næst…
Gummi 24 ára
Hann Gummi hennar Eddu á afmæli í dag og er 24 ára. Til hamingju elsku Gummi og við syngjum fyrir hann „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Gummi, hann á afmæli í dag“ kveðja frá okkur öllum á Miðbrautinni 😉