Jú hú það er tæpur sólarhringur í brottför og spennan í hámarki eða þannig. Ég er alveg að verða búin að pakka, klára bara á morgun þegar ég er búin í vinnunni 😉 Ég fékk ágætis fréttir hjá henni Báru í World Class, tölurnar fara aðeins minnkandi en verð að vera dugleg úti og koma svo með baráttuna þegar ég kem heim. Næsta færsla verður frá svo frá Orlando í henni Ammeríkuuuu…. Þangað til næst, verið hress og bless 🙂
Mánaðarskipt færslusafn fyrir: febrúar 2008
Sunnudagskvöld
Nú er helgin bara liðin, tíminn líður ógeðslega hratt svo ég noti nú svona orðalag eins og unglingarnir 😉 Í dag á Ásbjörn vinur fjölskyldunnar afmæli, hann er 16 ára í dag, til hamingju Ásbjörn. Hann eyddi miklum tíma hér á fyrstu árum ævinnar og var hann m.a. ákveðin að verða Kristján þegar hann yrði stór. En núna er Ásbjörn vinur okkar bara stærri en Kristján svo það er svona spurning um hvort æskudraumarnir rætast eða þannig. Þetta er nú stundum svona með æskudraumana, mig dreymdi m.a. um að verða flugfreyja eins og svo margar ungar stúlkur dreymdi um. En komst mjög fljótlega að því að ég gæti lagt þann draum á hilluna, var bara hreinlega ekki nógu stór og kannski heldur ekki alveg í réttum þyngdarflokki 🙁 En talandi um flugfreyjur, þá eru u.þ.b. 48 tímar í ferðina, þó svo ég sé ekki alveg farin að telja tímana. Ég komst nefnilega að því að ég væri of sein að panta vöru í Sagaboutique á netinu, ég þurfti að hafa fleiri en 72 tíma til að teljast pöntunarhæf en svona er þetta stundum bara. En heilsufarið á konunni er nú allt að koma, ég reyndar fékk eitthvað í bakið í gær en eftir að hafa legið á hitateppi megnið af helginni þá er þetta að koma. Hóstinn er á undanhaldi, svo allt lítur betur út 😉 Á morgun ætla ég svo að hitta hana Báru sem sér um átaksnámskeiðið og ætlar hún að vigta mig og mæla. Kannski fæ ég bara góðar fréttir um að ég sé á réttri leið með baráttuna við fitupúkann, svo er bara að vera duglegur að nota líkamsræktaraðstöðuna á „Freedom of the Seas“. Við fórum á Hraunbrautina í gærkvöldi, borðuðum með gamla settinu, kíktum á netið að skoða innviði skipsins og svo klippti ég pabba gamla. Ég hef séð um það undanfarið og var hann alveg að verða að hippa og þannig er nú ekki hægt að fara í afmælisferðina. Nú er spennan í hámarki en það styttist í brottför, svo að þetta er nú allt að koma 🙂 Það verður hægt að fylgjast með okkur hér á síðunni, við ætlum að reyna að vera þvílíkt dugleg að koma með færslur og myndir. Endilega verið dugleg að koma með ummæli og kveðjur, það er svo geðveikt gaman 😉 Þangað til næst….
Kristján 25 ára í dag
Um það bil á þessum tíma fyrir 25 árum en klukkan er nú 00:47, vorum við hjónin að fara að sofa (ég hafði dottað í um 30 mínútur) þegar ég spratt upp úr rúminu og spurði Þorvald hvað hefði verið að gerast. Hann rauk út í glugga og vissi ekkert hvað ég væri að meina en ég hafði misst vatnið og þegar ég hafði áttað mig á því að ég stóð upprétt henti ég mér aftur upp í rúm. Ég mundi jú eftir því að þegar konur misstu legvatnið þá máttu þær ekki standa uppréttar, hvað maður gat nú verið barnalegur aðeins 19 ára gömul 🙁 Jæja en við fórum fljótlega upp á fæðingardeild og þar fæddist frumburðurinn einhverjum 13 tímum seinna, yndislega fallegur glókollur, sem heillaði alla með hvíta hárinu sinu. Enn s.s. hann Kristján minn er 25 ára í dag en hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst eins og þetta hafi gerst í gær eða þannig. Hann verður að fá afmælissöng í tilefni dagsins, svo hér kemur hann: „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kristján, hann á afmæli í dag“ 😉