Færsla dagsins í dag

Við sváfum aðeins lengur í dag, hvað maður er enn í fríi 🙂 Við skoðuðum svona síður fyrir blog, nánar tiltekið 113 flokka með ég veit ekki hvað mörgum formum og völdum nokkrar sem hentuðu. Því næst kláruðum við hjónin ýmsa hluti sem þurfti að klára núna um helgina og héldum svo á Hraunbrautina, því að Þorvaldur ætlaði að halda áfram að múra gluggakisturnar sem hann byrjaði á í gær. Ég kjaftaði við mömmu og pabba, klippti pabba en við vorum bara úti við því að veðrið var hið dásamlegasta, sólskin með köflum og heitt. Eftir að heim var komið höfðum við það náðugt, Þorvaldur fór í tölvuna að vinna eitthvað (hann er alltaf að vinna eitthvað þrátt fyrir að hann sé í fríi) og ég fór að hlusta á Putumayokids diskana mína sem ég pantaði á amazon og fékk í síðustu viku eða svo. Þetta eru skemmtilegir diskar með latin, afrískri og raggaetónlist, tónlist úr Karíbahafinu svo eitthvað sé nefnt, allt tónlist sem hægt er að nota í kennslu með börnum. Ég lét því hugann reika og sá fyrir mér hvernig hægt væri að fá börnin til að hreyfa sig eftir þessum skemmtilega ritma sem einkennir þessa tónlist. Það er ótrúlegt hve mikið af þessari tónlist kemur frá Karíbahafinu og Mexíkóflóanum, því með diskunum kemur helling af fróðleik um tónlistina. Ég mæli eindregið með Putumayo, þeir gefa út tónlist sem að ekki sést í öllum geisladiskabúðum. Edda forlag er með tónlistarklúbb og fær maður einn disk í mánuði eða ekki ef maður kýs að afpanta. Þannig kynntist ég þessum diskum og hef svo pantað fleiri gegnum amazon, þetta á ekki að virka sem auglýsing ég held bara mikið upp á þessa diska.
Þorvaldur eldaði svo dýrindis svínarif, svona kínversk í hoisin sósu nammi namm… 😉 Kristján kenndi mér svo á þetta nýja netkerfi og hér hef ég setið og skrifað færslur í gríð og erg…. 🙂

Nýtt útilit á síðunni

Er þetta ekki kúl útlit á síðunni, ákvað í samvinnu við minn ástkæra son að breyta útlitinu á henni. Við hjónin leituðum uppi á netinu eitthvað sem hentaði og fundum nokkrar, þessi verður til að byrja með og svo get ég bara breytt um útlit í fyllingu tímans. Ég setti mynd af mér að skrifa inn þessa færslu en ég er að læra á þetta nýja kerfi.

Ég að skrifa fæslu

Sumarfríið senn á enda

Þá er nú síðasti dagur í fríi orðinn að veruleika, bara helgin og svo er mætt til vinnu á þriðjudaginn. Það verður bara gott að komast í rútínuna, þó svo að þetta hafi bara verið mjög gott frí. Í gær hjóluðum við hjónin aðeins lengra en venjulega sökum þessa góða veðurs sem var, lítill sem engin mótvindur. Við erum alltaf að finna nýjar og nýjar hjólaleiðir þessi í gær reyndist vera 20 km. Þegar heim var komið teygðum við og sátum svo í smástund og nutum veðursins eins og sjá má á myndinni af Þorvaldi hér að neðan. 🙂

Þorvaldur

Eftir að hafa sleikt sólina smávegis, hófumst við handa við að taka til í íbúðinni, ég kláraði að taka skápana, júhú…. markmiðinu lokið. Við höfðum boðið ti veislu í tilefni af því að Siggi frændi minn, bróðir mömmu, átti afmæli. Hann, mamma og pabbi komu í grillað lambalæri með tilbehör og svo jarðaber (ekki alveg úr garðinum) og bláber o.fl. í eftirrétt. Við sátum og átum og ræddum um landsins gagn og nauðsynir fram eftir kveldi. Edda og Gummi fóru reyndar snemma til að undirbúa ferðalagið sem þau eru að fara í um helgina. Við hin ætlum bara að vera heima og hafa það náðugt. Dagurinn í dag er frekar þungbúin og kaldur, miðað við undanfarna daga. Við hvíldum okkur aðeins lengur en vanalega, fórum svo í útréttingar. Þorvaldur fór svo á Hraunbrautina að múra í glugga hjá þeim gömlu en ég er heima að gera ýmsilegt sem eftir er s.s. að skrifa færslu í vefdagbókina. 😉 Hér að lokum koma myndir af blómunum og jarðaberjunum mínum í kjallaranum sem ég er svo stolt af.

3_8_blom.jpg 3_8_jardaber.jpg