Góður sunnudagur

Við hjónin vorum að koma úr einum af okkar vinsælu hjólatúrum, í kvöld fórum við 15 km hringinn á 47 mínútum sem þýðir 19 km meðalhraði. Nokkuð gott, pínulítill mótvindur sem er varla hægt að tala um, veðrið mjög gott og umhverfið fallegt, sólin alveg að setjast. Dagurinn í dag er búin að vera bara góður. Þorvaldur fór á Hraunbrautina að múra, ég kláraði bókina „Leyndarmálið“, fékk að uppgötva hvert það er en það er aftur á móti spurning um hvort ég geti tileinkað mér það. Eftir að hafa lesið fór ég einn stóran hring á Nesinu, ég gekk mjög rösklega og hljóp smávegis. Ég er að tékka á því hvort ég geti tileinkað mér hlaupastílinn sem hann Smári Jósafatsson talaði um í Kastljósinu á fimmtudagskvöldið. Mér gekk bara vel í því að reyna við þetta og ég er ekki frá því að þetta sé auðveldara svona. Svo er bara að auka þolið með því að hlaupa alltaf meira og meira. Þegar ég kom heim og var búin að teygja vel, kom Þorvaldur heim af Hraunbrautinni og við fórum að horfa á leikinn Man. Utd. gegn Chelsea. Ég sofnaði reyndar í seinni hálfleik en það kom ekki að sök því að United unnu leikinn. Ég veit ekki hvort það er góðs viti, því að hér er talað um að þeir sem vinni þennan bikar vinni ekki Englandsmeistaratitilinn 🙁 Við vorum svo boðin í kvöldmat á Hraunbrautina í svínasteik, hún klikkar aldrei hjá pabba, við gerðum henni góð skil eiginlega alltof góð skil og svo fengum við ís og ber í eftirrétt. Því var meiri ástæða til að fara út að hjóla þegar heim var komið og ekki spillti veðrið fyrir 😉