Fimmtudagur ó fimmtudagur

Og það er bara kominn fimmtudagur, vikan er ekkert smá fljót að líða, sem er í sjálfu sér bara ágætt 😉 Búið að vera bara gaman í vinnunni en þannig á það auðvitað að vera. Ég hef ekki verið neitt sérlega dugleg að skrifa færslur þessa viku en það hefur allt verið við það sama svo það kemur ekki að sök. Ræktarkortið hefur alveg haft hvíld í æfingatöskunni en það stendur nú allt til bóta að fara renna því í gegnum lesarann í Þrekhúsinu. Ég fór þó og hljóp hring með Kristjáni á mánudaginn, eða hann hljóp smá spöl með mér og gafst svo upp á mömmu því hún fer eitthvað hægar yfir 🙁 En svona er nú þetta með þetta gamla lið, það hægist á því með aldrinum (hef nú ekki verið sérstaklega spretthörð um dagana, svo að það er nú ekki hægt að ætlast til mikils). Þorvaldur er kominn í helgarfrí, ætlunin er að taka til í geymslunni um helgina, vonandi tekst okkur það. Við erum að fara í afmæli til Önnu Leu í Keflavíkinni á laugardaginn, það verður bara gaman að hitta þá skólafélaga Þorvaldar úr ÍKÍ sem sjá sér fært að mæta. Segi nánar frá því síðar 😉