Síðasta vika í sumarfríi

Jæja það er komið að því síðasta vika í sumarfríi, í bili a.m.k. Hvað maður er búin að hafa það gott í öllu því góða veðri sem hefur verið undanfarið. Þegar Þorvaldur greyið byrjaði í fríi, fór að rigna æææææ. 🙁 En við erum þó bara glöð yfir því er það ekki, getum alla vega ekki breytt neinu. Það hefur verið svolítill ferðahugur á heimilinu, vorum að ganga frá siglingunni í pabbaferðinni eins og ég er farin að kalla hana. Pabbaferðin verður farin í tilefni á 80 ára afmæli hans karls föðurs míns í febrúar. Þetta er hringurinn sem við ætlum að fara og tekur 7 daga:

Pabbaferð

Það verður bara skemmtilegt en eftir siglinguna ætlum við eitthvað að skoða USA meira. Við hjónakornin gengum líka frá siglingu sem við ætlum í, í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmælinu í september. Þetta er hringurinn sem við förum þá og tekur 3 daga:

Brúðkaupsferð

Jæja nóg með ferðalög í bili en ég elska að tala um og hugsa um svona ferðalög eða þannig. 🙂 Í gær var aldeilis tekið til í hitakompunni en við höfum á undarnförnum árum verið að safna, svona allskyns gersemum og drasli. Við hentum alveg helling af því en það hefur verið að okkar mati ómetanlegt hingað til. Þetta tók dágóðan tíma með smá hléum því að þau gömlu af Hraunbrautinni kíktu við til að ganga frá ferðinni, sem áður var minnst á. Við borðuðum svo öll kvöldmat saman og var það bara ánægjulegt. Ég hélt svo áfram að prjóna peysuna hennar Eddu en ég stefni að því að reyna klára hana fyrir helgi, svo að hún geti farið í hana í útileguna sem þau Gummi ætla að fara í. Svona er nú Ísland í dag! 😉

Smá færsla

Ég set inn smá færslu svo ég fái ekki athugasemdir frá minni ástkæru dóttur. Ég ætlaði að færa inn í gær, var nefnilega í helgarfríi í gær en fékk að vita að það væri ekkert helgarfrí hjá mér, ég væri í sumarfríi og búin að vera síðustu 3 vikur (dóttir mín minnti mig á þetta). En ég færði ekki inn færslu í gær því er nú ver og miður, svo það kemur smá núna og svo vonandi meira á morgun. Í gær hjóluðum við hjónin næstum 20 km á góðum tíma í góðu veðri.. not mótvindur allan hringinn. Það er voðalega skrítið hvað við hjólum oft í mótvindi, ég skil þetta ekki alveg. 🙁
Eftir að hafa hjólað versluðum við og svona gerðum hluti sem þurftu að gera, ekki samt nein þrif… Ég prjónaði helling, er nefnilega að prjóna peysu á dótturina en henni finnst ég ekki alveg nógu dugleg svo ég tók skurk í að prjóna. Ég fór því að sofa í seinna lagi og því miður ekkert skrifað í dagbókina. 😉
Í dag vöknuðum við frekar seint eða þannig, svona um 10. Haukur og tengdamamma kíktu aðeins við, Haukur kom með tölvuna sína. Við kjöftuðum smávegis og horfðum á Austfjarðarvíkinginn 2006 í imbanum, mikið rosalega eru þetta hraustir karlar sem taka þátt í svona keppnum. Þegar þetta var búið og gestirnir farnir, fórum við hjónin inn í Smára fyrst í Smáralindina í nokkrar búðir og svo í Elkó. Þar hitti ég Eddu sem var í mat, hún var annars að vinna í Elkó. Við fórum út í miðju á Smáratorgi og gerðum smá innkaup, svo fór hún aftur í vinnuna og við hjónin á Hraunbrautina. Þar stoppuðum við heillengi og kjöftuðum við gamla settið og líka Sigga frænda, sem var staddur þar í kaffi. Við komum seint og um síðir heim, elduðum og gláptum á imbann. Haukur kíkti aðeins við og eftir að hann var farinn horfðum við á Die hard, rosagóð mynd en fór stundum of langt í hetjuskapnum. Á morgun er ætlunin að taka til í geymslunni, gangi okkur bara vel…. 🙂

Tvær færslur

Jæja, það var eitthvað lítið fært inn í gær. Ég var eitthvað svo löt í gærkvöldi að ég nennti ekki að skrifa inn. Ég hef samt ákveðið að vera dugleg að setja inn færslur á hverjum degi, nema kannski um helgar. 🙂
En ég fór í sund í gærmorgun, svona til að hreyfa mig eitthvað. Þegar ég hafði synt mína metra, farið í nuddpottinn og talað við Björgu vinkonu mína sem var að horfa á dóttur sína á sundnámskeiði, skrapp ég í bakaríið til að kaupa rúnnstykki o.fl. Að því loknu fór ég í sendiráðið að hitta vini mína þar. Pabbi var þar og svo þær stöllur, Lísa, Hildur og Lene og svo Ernst. Við fengum okkur kaffi og bakkelsi, nema ég sem ekki drekk nema snobbkaffi eða þannig og kjöftuðum helling. Að því loknu fór ég heim að sjúkra veikri dóttur minni eða veita henni frekar smá selskap. Við horfðum á einhverja mynd sem ég veit ekki hvernig endaði, því ég hef oft tilhneigingu til að hvíla augun við þá iðju að horfa á bíómyndir, ég veit ekki alveg af hverju. 🙁 Svo leið bara dagurinn í að gera ekkert eða þannig.
Í dag byrjaði ég á að taka til í skápunum í fataherberginu okkar Þorvaldar, já og Kristjáns, þegar síminn hringdi. Mjög ánægjulegt samtal, því hún föðursystir mín hún Kamma hringdi og spurði hvort hún mætti koma í heimsókn með barnabarnið sitt hann Valdimar. Ég hélt það nú og gerði nú bara hlé á tiltektinni. Hún kom skömmu seinna og við fórum í göngutúr út á Bakkatjörn til að gefa öndunum brauð. Við gengum svo litla Neshringinn eins og ég kalla hann, þ.e. út að golfvelli yfir að Grótttu, meðfram sjónum og upp Lindarbrautina. Þegar heim var komið fengum við okkur smávegis í gogginn og Valdimar lék sér af dótinu sem við eigum hér á þessu heimili og við töluðum saman. Þau kvöddu okkur Eddu, sem enn er veik heima, um hádegið. Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn, ég hafði ekki séð þau í mjög langan tíma. Ég hélt fljótlega upp úr því áfram að taka til í skápunum en ég er að verða búin, sem betur fer, ekki skemmtilegt en mjög þarft alla vega svona öðru hverju. 🙂
Jæja nú er alveg að koma kvöld og nú er Þorvaldur að komast í smá sumarfrí. Hann ætlar að vera með mér í sumarfríi síðustu vikuna mína í fríi. Svo styttist nú í að við förum í brúðkaupsferðina haha komin tími til að fara í brúðkaupsferð. Við ætlum til Orlando viku eftir 25 ára brúðkaupsafmælið okkar sem verður 11. september, geðveikur dagur til að gifta sig. Al kaida setti sterkan svip á daginn árið 2001, fyrir það var þetta bara ósköp venjulegur dagur en núna er erfitt að gleyma honum.

Hér á eftir koma myndir af jarðaberjunum mínum, það er ekkert smá sem þessar jurtir hafa gefið mér af berjum namm… Svo eru líka myndir af blómunum mínum og Kömmu og Valdimar. Njótið. 😉

26_7_blom.jpg 26_7_blom2.jpg
26_7_jardaber2.jpg 26_7_jardaber.jpg
26_7_kamma_og_valdimar.jpg 26_7_valdimar.jpg