Eftir helgina

Nú er enn ein helgin liðin en ég hef nú verið ótrúlega dugleg þessa helgi. Ég þreif allt hátt og lágt í dag og henti drasli, það er alveg ótrúlegt hversu miklu manni tekst að safna svona dags daglega. Í gær fórum við Þorvaldur í afmæli til Kela frænda og hittum við þar helling af fjölskyldumeðlimum, það er alltaf jafn gaman að hitta fjölskylduna. Mamma og pabbi komu svo í heimsókn í gærkveldi og bakaði Þorvaldur vöfflur handa liðinu og ég þeytti rjóma og svo voru jarðaber og bláber með herlegheitunum. Maður var s.s. saddur og sæll þegar maður fór í rúmið í gærkvöldi, sæll því við horfðum á Mr. Bean en hvað það er mikil vitleysa. Edda eyddi helginni heima í föðurhúsum, því að Gummi var að traktorast eitthvað á Sauðarkróki. Hún var að lesa fyrir próf en fór heim í gær til að taka til heima hjá sér og Gumma. Ég fór svo með henni heim í dag, til að taka út verkið, þegar við vorum í les og tiltektarpásu, bara skrambi gott hjá henni enda vel upp alin haha… Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni eða þannig. Enn nú er komið að kveldi og vinnan kallar enn og aftur í fyrramálið. Það er tæpur mánuður í ferðina frægu, ég verð að fara að hætta að telja svona niður 😉 Ég er að hugsa um að leggjast undir feld og lesa bara smá. Þangað til næst… 🙂