Í lok verslunarmannahelgar

Þessi mánudagur leið eins og hver annar, þ.e. frekar hratt. Við tókum daginn frekar rólega, ég sótti Eddu í Skipholtið um 10.30 og eftir það fengum við okkur léttan hádegis- morgunverð. Við horfðum á Simpsons, Þorvaldur fór í Kópavoginn í múrverkið, Kristján bakaði pönsur og ég horfði á það sem tekið var upp fyrir mig í gær. Eftir að Þorvaldur kom heim hjóluðum við 20 km hringinn í góðu veðri, ég er að verða eins og veðurfréttakonan með þessum daglegu pistlum. Kristján var að þvo bíla þegar heim var komið og ég aðstoðaði hann pínulítið. Svo elduðum við dýrindis nautasteik, sem við gerðum góð skil þ.e. ég, Þorvaldur og Kristján, því Gummi hafði sótt Eddu meðan við vorum að hjóla. Eftir að hafa gengið frá var bara glápt á sjónvarp og nú bíð ég eftir „Út og suður“ á stöð 1, því að það á að ræða við hana Önnu Richards sem kenndi mér fyrir norðan á fyrsta árinu. Anna er mjög skemmtilegur persónuleiki sem fékk mann til að sleppa fram af sér beislinu í dans og hreyfingu. Þetta verður vonandi hin besti þáttur. Svo er bara vinnudagur á morgun, sumarfríið búið í bili en það er bara tæpur mánuður í Ameríkuferðina okkar með siglingu og sól vonandi. 😉