Sumarfríið senn á enda

Þá er nú síðasti dagur í fríi orðinn að veruleika, bara helgin og svo er mætt til vinnu á þriðjudaginn. Það verður bara gott að komast í rútínuna, þó svo að þetta hafi bara verið mjög gott frí. Í gær hjóluðum við hjónin aðeins lengra en venjulega sökum þessa góða veðurs sem var, lítill sem engin mótvindur. Við erum alltaf að finna nýjar og nýjar hjólaleiðir þessi í gær reyndist vera 20 km. Þegar heim var komið teygðum við og sátum svo í smástund og nutum veðursins eins og sjá má á myndinni af Þorvaldi hér að neðan. 🙂

Þorvaldur

Eftir að hafa sleikt sólina smávegis, hófumst við handa við að taka til í íbúðinni, ég kláraði að taka skápana, júhú…. markmiðinu lokið. Við höfðum boðið ti veislu í tilefni af því að Siggi frændi minn, bróðir mömmu, átti afmæli. Hann, mamma og pabbi komu í grillað lambalæri með tilbehör og svo jarðaber (ekki alveg úr garðinum) og bláber o.fl. í eftirrétt. Við sátum og átum og ræddum um landsins gagn og nauðsynir fram eftir kveldi. Edda og Gummi fóru reyndar snemma til að undirbúa ferðalagið sem þau eru að fara í um helgina. Við hin ætlum bara að vera heima og hafa það náðugt. Dagurinn í dag er frekar þungbúin og kaldur, miðað við undanfarna daga. Við hvíldum okkur aðeins lengur en vanalega, fórum svo í útréttingar. Þorvaldur fór svo á Hraunbrautina að múra í glugga hjá þeim gömlu en ég er heima að gera ýmsilegt sem eftir er s.s. að skrifa færslu í vefdagbókina. 😉 Hér að lokum koma myndir af blómunum og jarðaberjunum mínum í kjallaranum sem ég er svo stolt af.

3_8_blom.jpg 3_8_jardaber.jpg