Mín bara dugleg

Ég ákvað bara að vera dugleg núna og færa inn færslu. Hann Þorvaldur minn benti mér á að það væri nú kannski komið svona ákveðið ferli í færslunum, fyrst var einn dagur á milli og svo tveir eða eitthvað álíka og svo fjölgaði dögunum á milli færslna. En það sem ég þarf alltaf að afsanna hlutina, færi ég inn færslu núna. Ég útskýrði þetta nú bara með því að segja að það gerðist nú ekki alltaf eitthvað sérstaklega markvert í mínu lífi hvern dag en það er nú bara rakið bull. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast en kannski maður skrifi bara ekki um hvað sem er. En þannig er það nú í dag að ég fór í tvö stórskemmtileg fimmtugs afmæli á þremur dögum, annað hjá Önnu Leu í Keflavíkinni og svo til hennar Jóhönnu á Reynimelnum. Í báðum afmælunum var mikið sungið og skrafað en það er einmitt það sem mér finnst svo skemmtilegt, þ.e. að syngja og skrafa. Svo hef ég bara verið dugleg í hreyfingunni síðustu daga, fór og synti í Neslauginni, það er svo gott að synda. Á morgun ætla ég svo að hitta hana Stínu nuddara, það er svo langt síðan ég hef farið til hennar í nudd svo ég hlakka mikið til eða þannig. Svo ætlar hún Siddý að sæna svolítið hárlubbann á fimmtudaginn, bara dekur þessa dagana 😉 Svona er þetta nú stundum allt safnast á sömu vikuna. Ég fékk senda bók í póstinum í dag, sem er nú ekki frásögu færandi en ég pantaði nýju bókina eftir Guðjón Bergmann sem heitir „Þú ert það sem þú hugsar“. Ég held mikið upp á Guðjón eftir að hafa verið hjá honum í jóga í nokkur ár. Les af og til bloggið hans og svo fór ég á fyrirlestur með henni Steinu vinkonu minni í fyrra um fyrirgefninguna, mæli með honum. Ég hlakka mikið til að byrja að lesa bókina, læt vita hvernig mér finnst hún. Er að hugsa mu að hætta núna og fara að lesa 🙂