Og enn er kominn miðvikudagur

Nú er komið að því að segja frá einhverju nýju og spennandi sem er að gerast í mínu lífi. Vinna og vinna og aftur vinna, nei ekki alveg. Í kvöld hitti ég tvær skólasystur mínar úr Háskólanum á Akureyri, þær Siggu og Röggu og borðuðum við saman. Við fórum á Vegamót og fengum alveg guðdómelgan mat. Rosalega er mikið að gera á svona veitingastöðum, samt er bara miðvikudagur í dag. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því að það sé bara alltaf mikið að gera, sama hvaða dagur er. En hvað með það, mikið var gaman að hitta þær stöllur, við borðuðum og hlógum og broðuðum meira og hlógum meira. Eftir góðan málsverð og enn betri hlátur gengum við sælar og mettar yfir í Mál og menningu til að kíkja á bækur, aðallega þó föndurbækur en eitthvað okkur fannst nú úrvalið í minna lagi, svo við enduðum á að kíkja í blöð í staðinn. Við gengum svo aðeins niður Laugaveginn og niður við Bergstaðastræti skildu leiðir. Vonandi verður nú styttra í næsta stefnumót við þær stöllur, því það hafði liðið ansi langur tími frá því að við hittumst síðast. Takk fyrir skemmtunina stelpur 🙂 Jæja nú er vikan u.þ.b. hálfnuð og tíminn fljótur að líða, það er bara 1 mánuður og 3 dagar í síðbúnu brúðkaupsferðina okkar hjóna, enn skemmtilegt. Í dag á hann Þorkell Valur afmæli og er hann 4 ára, tilhamingju Keli okkar. Enn nú er ég bara að hugsa um að hætta í bili „ciao tutti“ 😉