Ég var að koma frá henni Siddý í Permu en hún hefur það hlutverk að laga heysátuna á höfðinu á mér og er ég extra flott þessa stundina. Í dag voru strípurnar eiginlega klipptar burtu og viti menn þá komu gráu hárin í ljós, svei mér ef þeim fjölgar ekki jafnt og þétt. En svona er þetta nú maður eldist með hverjum deginum en þó er maður alltaf bara 29 eins og mamma gamla. Í gær fór ég svo í nudd til Stínu, hún tók vel á mér en það var langt síðan við hittumst síðast. Það var eins og hefði keyrt yfir mig trukkur í gærkveldi en dagurinn í dag er allur annar. Nú er kominn fimmtudagur og enn að koma helgi, Þorvaldur skreppur aðeins til Noregs á sunnudaginn og kemur aftur eftir nákvæmlega viku. Hann ætlar að fara að fræðast um heimilistæki og eitthvað annað skemmtilegt, syngja Elkjöp sönginn og svona. Við hin á heimilinu látum okkur leiðast á meðan… not, það verður bara fjör hjá okkur, vinna, skóli o.s.frv. Ég hef haldið áfram jafnt og þétt að lesa bókina hans Guðjóns og bregst hún ekki 🙂 mæli með henni. Enn nú ætla ég hins vegar að leggjast fyrir framan tv-ið og horfa á alla vega tvo uppáhalds þætti eða jafnvel þrjá. Svo næ ég nokkrum síðum í bókinni fyrir háttinn.