Þó að ég hafi ekki unnið í neinum happadrættum í dag, þá held ég bara að laugardagur sé til lukku. Kannski ég ætti að drífa mig og kaup lottóseðil…not. En dagurinn í dag hefur bara verið góður, bæði veðurlega af því að mér finnst ég vera eins og meiriháttar veðurfráskýrandi og eins bara almennt. Við vöknuðum um kl. 10, lásum blöðin og snæddum eitthvað, ja svona eins og maður gerir á hverjum morgni. Við gerðumst áskrifendur á sýn 2, þetta heimili getur nú ekki verið þekkt fyrir að hafa ekki enska boltann. Það var nú ekki alveg hlaupið af því að gerast áskrifandi, því að það voru held ég bara allir aðrir líka að gerast áskrifendur á síðustu stundu. Það hefur verið mikil umræða um þetta áskriftamál á heimilinu, okkur finnst við hafa verið plötuð eins og svo mörgum öðrum íslendingum í þessu máli. En enski boltinn er enski boltinn og ef maður hefur brennandi áhuga verður maður bara að bíta í það súra epli að borga. 🙁
Eftir þetta var svo farið í Krónuna og verslað, nú fer maður bara í fínu Krónubúðina á Granda er ekkert að púkka upp á Bónus. Við sóttum svo gömlu á Grundina og ætlar hún að vera hjá okkur í dag. Við ætlum að elda buff og nýjar kartöflur namminamm… 🙂 Edda er að vinna, pabbi og Kristján eru úti að slá, ég sit hér og pikka á lyklaborðið, Þorvaldur er að baka sína frægu skúffuköku, tengdó situr og fylgist með og Gummi er á Akureyri að traktorast eitthvað. Svona er nú Seltjarnarnes í dag 😉
Gott að fylgjast með þér hérna Gróa mín. Hvernig væri nú að finna einhvern góðan dag og hittast?
Ef þú hefur áhuga þá er ég með myndasíðu http://www.flickr.com/photos/59826163@N00
þú hefur kannski gaman að skoða þær.
Bestu kveðjur
Sigga skólasystir
Við þurfum virkilega að gera alvöru í því að hittast 🙂 Ég hafði mjög gaman af að skoða síðuna. Verðum í sambandi. Gróa