Jæja kemur færsla dagsins, það fór eitthvað lítið fyrir færslu í gær en svona er þetta nú. Mér finnst vera föstudagur en það er miðvikudagur, maður getur verið svolítið ruglaður í svona fríum. Við hjónin höfum verið bara dugleg í hjólreiðunum, fórum bæði í dag og í gær hringinn okkar góða. Ég skil ekki alveg með mótvindinn, meðvindurinn er okkur ekki alveg hliðhollur í þessum hjólreiðum. Við erum að spá í að fara öfugan hring á morgun ef norðanáttin verður svona mikil eins og var í morgun. 🙂
Í gær eftir að hafa hjólað fórum við í smá leiðangur sem endaði á Grundinni hjá tengdó, hún var svolítið syfjuð svo við stöldruðum ekki ýkja lengi. Við Edda fórum svo og notuðum saumagræjurnar á Hraunbrautinni og saumuðum niður fyrir lásnum á peysunni frægu. Í gærkvöldi kom Haukur og við grilluðum og borðuðum alveg guðdómlegan mat, er ekki allur grillmatur annars góður? Þorvaldur bakaði köku sem við gerðum góð skil. Í dag fórum við líka í smá leiðangur, hittum Kristján og borðuðum „júsí burger“ og versluðum. Fórum í nýju Krónubúðina á Grandanum, mæli alveg með henni… Bónus hvað. Er heim var komið gengum við frá vörunum og svo saumaði ég rennilásinn í peysuna hennar Eddu… er sem sagt búin með hana. Hér á eftir koma nokkrar myndir af Eddu í peysunni, mér og henni og svo vinkonu minni kóngulónni sem hefur gert sig heimakomna í kjallaranum hjá okkur.
Ég læt þessu lokið í bili, ætla kíkja á fréttir og dúlla mér eitthvað fram eftir kveldi. 😉
Þetta er nett peysa 😉
Jáhá…. heldur betur og flottar kvinnur 😉