Jæja fleiri sögur af fylkjaflökkurunum 🙂 Við yfirgáfum Quality Inn í Jackson um kl. 9 fengum okkur í svanginn og lögðum í hann. Við keyrðum eftir I-55 upp til Memphis og vorum mætt fyrir utan Graceland um hádegi. Við kíktum aðeins á umhverfið en fórum ekki inn í húsið sjálft heldur virtum það fyrir okkur aðeins úr fjarlægð. Eftir það keyrðum við að Bass Pro Shop pýramítanum, fórum inn og með lyftu upp á topp. Þar virtum við fyrir okkur útsýnið og tókum nokkrar myndir áður en við fórum niður aftur. Við sinntum líka smá viðskiptum eins og við erum vön 😉 Við keyrðum síðan um miðbæinn og kíktum á hann sáum m.a. Peabody hótelið sem er frægt fyrir endurnar sínar og Lorraine mótelið þar sem Martin Lúter King var myrtur forðum. Að þessu loknu var garmurinn stilltur á St. Louis og keyrt af stað. Eftir klukkutíma akstur eða svo var ökumaðurinn tekinn í landhelgi, blá blikkljós og alles. Það hlaut að koma að þessu kannski en hann slapp með aðvörun enda ekki á miklum hraða miðað við umferðina sem við höfðum fylgt. En svona er þetta og við reynslunni ríkari og höfum hitt state trooper frá Arkansas 🙂 Eftir var keyrt aðeins hægar og alla leið til Perryville þar sem við fengum inni í Comfort Inn. Við erum búin að kíkja í Walmart og borða á lélegasta kínastað norðan alpafjalla 😉
Frá því að við yfirgáfum Flórída höfum við farið í gegnum Alabama, Louisiana, Mississippi, Tennessee, Arkansas og Missouri. Við eigum svo eftir að fara í gegnum Kentucky, Tennessee og Georgia á leiðinni aftur til Florida 😉
Gaman að fylgjast með ykkur sem endranær. Ég held við verðum að taka þessa fylkjaumræðu við tækifæri… ekki nema þá þið séuð stödd í Bandafylkjum Norður-Ameríku. Þið hafið ekki komið við í Örgrýti/Litla-hrauni í Arkansas?
Allt í lagi ég skal tala um ríki en fylki en finnst það orð flottara 😉 Litla Hraun aðeins úrleiðis en við stefndum á það á tímabili en ákváðum að sleppa 😖
hahaha fyndin mynd af Tobba með state trooper í bakgrunni. 10 stig fyrir að þora að taka þessa mynd
@Helena Sif ég var ekki búinn að fatta þá mynd.
+10 stig
= 20 stig
Verst að hann hefur lítið lært af þessu, ég er alltaf að minna hann á að keyra hægar hahaha 😖 Hann vildi helst fara út og taka myndir af gaurnum en þið vitið hvernig ég er hélt aftur af honum. Hefði samt verið gaman að eiga myndir af þessum yndælis manni 😉