In the middle of nowhere

Eftir góðan og langþráðan svefn á Days Inn þá tókum við BART (Bay Area Rapid Transport) lestina inn á Embarcadero og svo sporvagn á Fisherman´s Wharf. Við fórum í 3ja tíma Segway ferð sem var frábær að vanda, alltaf gaman á Segway. Síðan í 3ja tíma rútuferð um borgina og eftir að hafa gengið um hafnarsvæðið og fengið okkur að borða, héldum við heim með BART lestinni út á flugvöll þar sem hótelskutlan sótti okkur. Veðrið í San Francisco var æðislegt, sól og heiðskýrt þannig að útsýnið sem við fengum var ægifagurt, engin þoka 😉

Eftir góðan nætursvefn og smá tölvudútl, fórum við svo út á flugvöll og leigðum okkur bíl, sem er Chevrolet Malibu alveg ágætis kerra. Við ókum sem leið lá niður eftir ströndinni og stoppuðum ekki fyrr en í Monterey. Ókum þar eftir hinni frægu Cannery Row og síðan eftir hinni frægu 17 mile sem liggur meðfram ströndinni og meðfram Pebble Beach golfvellinum. Við stoppuðum svo aðeins í Carmel en Clint var ekki við eða við fundum hann alla vega ekki. Við héldum svo áfram meðfram ströndinni og enduðum á flottu hóteli sem heitir Ragged Point Inn, gamaldags sveitahótel með arni í hverju herbergi. Í dag ætlum við að keyra áfram niður eftir ströndinni til LA.

 

5 thoughts on “In the middle of nowhere

  1. Gaman að sjá myndirnar og lesa ferðasöguna. Það er greinilega smá gustur við flóann að sumri sem vetri… og klæðaburður svipaður og í sumar hjá okkur Helenu.

  2. Já ég fjárfesti í hettupeysu hjá Segway áður en við lögðum í hann. Ég hefði frosið í hel ef ég hefði ekki gert það og fékk meira að segja lánaða vettlinga. Ég var svo bara á hettupeysunni þar sem eftir var dags.

  3. Hej Groa og Thorvald
    Det ser godt ud ! Jeg er kun lidt misundelig ! Jeg har lige talt med Kesse. Vi aftalte, at vi (Kirsten, Mary og jeg) finder et tidspunkt, hvor vi mødes til sommer. Vi glæder os til at se jer.
    God ferie !
    kærlig hilsen Brita

Lokað er á athugasemdir.