13. janúar 2008

Núna í dag á hún mamma afmæli, til hamingju með daginn elsku mamma. Svo er það bara að syngja með mér: „Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún mamma, hún á afmæli í dag“ 😉 Við látum það alveg liggja á milli hluta um aldurinn, ég held bara hreinlega að þú yngist með hverju árinu sem líður.

Smá færsla

Vildi bara láta vita af mér svona, við mæðgur lifðum af fyrstu tímana í átakinu 😉 Á mánudaginn fórum við í viktun og mælingu en í dag var fyrsti tíminn í púlinu. Alveg ótrúlegt hvað maður hefur mikið úthald, áður en ég fór í tímann hélt að ég mundi ekki hafa þetta af og þyrfti bara að hvíla mig öðru hvoru. En gamla var bara í skratti góðu formi og þurfti bara ekkert að hvíla sig. Svo er spurning hvort hún geti hreyft sig á morgun fyrir hasperrum (veit ekki hvort þetta sé skrifað svona) og strengjum og þurfi að skríða í heita pottinn eftir vinnu en það er höfuðverkur morgundagsins 🙁 Outfit helgarinnar er næstum tilbúið, ég fékk ógeðslega bleikt belti og tösku í bling bling búðinni minni (Friis&company), þetta er svona lakkeitthvað var á útsölu, ég get trúað að þetta hafi verið á útsölu áður og jafnvel oft áður. Þrátt fyrir að þessi búð sé æðisleg að mínu mati, reyndar minn veikleiki (labba alltaf út með eitthvað, skrýtið…) þá voru þessir bleiku hlutir ekki alveg í anda hennar. Svo þarf ég að fá einn hlut í outfittið fyrir Þorvald, má ekki segja of mikið, þá erum við bara tilbúin í fjörið hjá henni Ólu (eins gott að það verði flogið) 🙂 Ég er að hugsa um að hætta þessu kjaftæði núna, but more later…..

Ný sýn á nýju ári

Jæja nú er liðin vika af nýju ári og tími til komin að sinna áramótaheitunum. Ég hef nú ekki verið mikið fyrir að setja mér áramótaheit og hvað þá að reyna ná einhverjum sérstökum markmiðum 🙁 Enn núna í byrjun árs ákváðum við fjórir vinnufélagar, „þær fjóru fræknu“ eins og ég kýs að kalla okkur núna á þessari stundu, að fara á átaksnámskeið í nýopnaðri líkamsræktarstöð hér á Nesinu eða bara World Class. Þetta eru auk mín, mín ástkær dóttir, Sólfríð og Sigrún og mættum við í fyrsta tímann í kvöld. Eftir að hafa fengið möppu með fullt af upplýsingum, uppskriftum o.fl. og þjálfarinn okkar hún Bára hafði sagt okkur ýmislegt, var farið að vigta hópinn og mæla. Það var afar misjafnt hvernig fólk kom út úr þessum mælingum eins og gengur og gerist en þessi hópur er afar misjafn bæði í aldri sem og í vaxtarlagi en allir hafa held ég sömu markmið að styrkja sig og hafa gaman af 😉 Mér líst þrælvel á þetta allt saman stöðin er mjög glæsileg í alla staði og hópurinn er held ég góður. Ég verð reyndar bara með þeim í 5 vikur en námskeiðið stendur í 8. Það styttist nefnilega í afmælisferðina hans pabba gamla og er allt að verða tilbúið, einungis á eftir að panta bílana og gistingu í eina nótt. Við höldum af stað frá Íslandi 12. febrúar en ég á nú eftir að blogga svolítið um ferðina áður en haldið er í hann 🙂 Framundan núna er tvö stórafmæli annað er á fimmtudaginn en þá verður hún Sigga vinkona mín 50 ára, hlakka til að mæta í veislu til hennar og svo förum við hjónin til Eyja um helgina til hennar Ólu Heiðu sem er líka fimmtug. Við fljúgum út á laugardaginn og komum til baka á sunnudaginn. Við erum nefnilega svo góðu vön í siglingunum að við getum ekki verið þekkt fyrir að taka Herjólf 😉 Í veislunni hjá Ólu verður Grease þema en ég á nú alveg eftir að finna outfit á okkur hjónin. Það má því segja að nóg er að gera á næstunni, fullt af sprikli bæði í líkamsræktinni og svo í afmælunum. Læt þetta duga í bili 😉 Baráttukveðjur af Nesinu…