Við förum í fríið

Ég uppgötvaði mér til mikillar gleði að það er bara 4 vikurí dag í afmælisferðina hans pabba. Er þetta ekki skrítið hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst svo stutt síðan að við vorum að panta siglinguna og svona og svo er bara að koma að þessu. Ég veit fyrir víst að þau gömlu á Hraunbrautinni hlakka mikið til og svei mér þá ef þau eru ekki farinn að telja niður klukkustundirnar eða ég segi svona 😉 En frá öllum ferðahugleiðingum, mikið ofboðslega var gaman hjá henni Ólu Heiðu í Vestmannaeyjum um helgina. Allir í veislunni klæddir í anda Grease og flestir sem tóku þetta mjög alvarlega og voru mjög flott klæddir. Við hjónin tókum okkur vel út að vanda, ég í bleiku… og Þorvaldur með svörtu hárkolluna og í gamla háskólajakkanum mínum. Verð að setja myndir inn fljótlega 🙂 En annars er allt svona nokkurn veginn í góðu á Miðbrautinni, lífið gengur sinn vanagang. Vinna, líkamsræktin, gengur vel í átakinu, það er búið að vera rosalega gaman hingað til, maður hlakkar til að fara í tímana sem er bara mjög jákvætt. Svo eigum við að setja okkur markmið, hverju ætlum við að hafa áorkað með námskeiðinu, alltaf pínu lítið snúnara en ég sest niður núna eitthvert kvöldið og hripa þau niður. En núna er ég að hugsa um að kíkja pínu á imbann og fara svo í háttinn. Bless að sinni 😉