Í enda janúar

Jæja nú er janúar bara að verða búin og febrúar á næsta leiti. Þessi mánuður er búin að vera fljótur að líða að mínu mati en það er kannski bara vegna þess að ég hef haft svo mikið að gera. Við mæðgur erum búnar að vera geðveikt duglegar í ræktinni, mætum alla vega fimm sinnum í viku í átakið, salsa og ýmis konar aðra dansa, ótrúlega skemmtilegt bara 😉 Maður verður nú að líta vel út í Florida eftir tvær vikur. Það styttist alveg rosalega í ferðina góðu. Allt að smella saman, búið að panta bílaleigubíla og svona, þá á í raun bara eftir að pakka… Við höfum reyndar ekki fengið farseðlana yfir siglinguna en það kemur ekki að sök, núna tékkar maður sig bara inn á netinu góða 🙂 En nóg um utanlandsferðir, það styttist óðum í skemmtilegasta dag á árinu eða það finnst mér alla vega en það er öskudagur, öskudagur á leikskóla hvað er skemmtilegra? Þá fer maður í skrítna búninga og lætur eins og fífl í vinnunni eða þannig, í ár ætla ég að vera einhver svona prinsessa úr sjóræningjamyndinni „Pirates of the Caribbean“ en ekki hvað, bara skemmtilegt 🙂 En fyrst kemur nú bolludagurinn þó að við hrinjum nú ekki í bolluát á þessu heimili þetta árið 🙁 En ég er að hugsa um að hætta þessu pári núna og ætla að leggjast fyrir framan imbann og góna á eitthvað fyrir svefninn, eins og t.d. CSI Miami. Þar til næst…