Smá færsla

Vildi bara láta vita af mér svona, við mæðgur lifðum af fyrstu tímana í átakinu 😉 Á mánudaginn fórum við í viktun og mælingu en í dag var fyrsti tíminn í púlinu. Alveg ótrúlegt hvað maður hefur mikið úthald, áður en ég fór í tímann hélt að ég mundi ekki hafa þetta af og þyrfti bara að hvíla mig öðru hvoru. En gamla var bara í skratti góðu formi og þurfti bara ekkert að hvíla sig. Svo er spurning hvort hún geti hreyft sig á morgun fyrir hasperrum (veit ekki hvort þetta sé skrifað svona) og strengjum og þurfi að skríða í heita pottinn eftir vinnu en það er höfuðverkur morgundagsins 🙁 Outfit helgarinnar er næstum tilbúið, ég fékk ógeðslega bleikt belti og tösku í bling bling búðinni minni (Friis&company), þetta er svona lakkeitthvað var á útsölu, ég get trúað að þetta hafi verið á útsölu áður og jafnvel oft áður. Þrátt fyrir að þessi búð sé æðisleg að mínu mati, reyndar minn veikleiki (labba alltaf út með eitthvað, skrýtið…) þá voru þessir bleiku hlutir ekki alveg í anda hennar. Svo þarf ég að fá einn hlut í outfittið fyrir Þorvald, má ekki segja of mikið, þá erum við bara tilbúin í fjörið hjá henni Ólu (eins gott að það verði flogið) 🙂 Ég er að hugsa um að hætta þessu kjaftæði núna, but more later…..