Jæja nú er komið enn eitt sunnudagskvöldið og er dagurinn bara búinn að vera góður. Við hjóluðum hringinn okkar snemma í morgun (ef 10 er snemma) og eftir það fór Þorvaldur og sótti mömmu sína á Grundina. hún eyddi með okkur deginum. Við byrjuðum á að sitja úti og sleikja sólina og tengdó fékk að prófa Ipod í fyrsta skipti (sjá mynd). Við hlustuðum á sakamálaleikritið á rás 1 „Sá yðar sem syndlaus er“ fyrsta hluta af þrem. Skemmtilegt en kannski svolítið erfitt að átta sig algjörlega á persónunum svo fyrst til að byrja með. Eftir að hafa hlustað drifum við okkur í heimsókn til mömmu og pabba á Hraunbrautinni. Við keyrðum eftir Ægisíðunni, upp að Öskjuhlíðinni niður að Nauthólsvík, rosalega voru margir á ylströndinni ekki bílastæði að sjá. Mikið af fólki á ferðinni enda ekki hægt annað en að vera úti í þessu blíðviðri. Þegar komið var á Hraunbrautina fengum við kaffi og með því, geðveika rjómatertu uhm…, vöfflur, rjóma o.fl. Eftir að hafa gúfað í sig settumst við út í garð sem er alltaf jafn blómlegur og fallegur enda er gamli með græna fingur. Ég vildi óska að ég hefði erft þá en þetta liggur kannski ekki alveg í genunum, maður þarf kannski bara að hafa mikinn áhuga. Það koma hér á eftir myndir af gamla settinu, Þorvaldi, tengdó og blómunum.
Jæja nú er ný vika að hefjast, önnur vika í sumarfríi, mikið óskaplega líður tíminn annars hratt. Úrslitaleikurinn í Copa Ameríka er núna, seinni hálfleikurinn að hefjast og Brasílía er yfir 2-0. Ég ætti kannski bara að góna á það eða gera bara hreinlega eitthvað annað. Sjáumst og heyrumst. 😉
Gaman að sjá hva þau gömlu eru hress…