Hjólaannáll dagsins

Þorvaldur á hjóli

Þrátt fyrir fínu neglurnar var nú farið og hjólað. Það er ekki hægt að sleppa því að hjóla í svona yndislegu veðri. Þorvaldur var auðvitað fyrstur að vera tilbúin (sjá mynd) og þurfti að bíða eftir kvenpeningnum í fjölskyldunni. Við hjóluðum svo hringinn okkar á bara góðum tíma, með smá mótvind á Ægisíðunni. Jæja nú erum við mæðgur á leið í ræktina, mætti halda að það væri átak í gangi. Svona eru nú oft sumarfríin þá er tími til gera það sem ekki gefst alltaf tími til annars. Vegna óviðráðanlegra orsaka eða þannig var ekki farið í ræktina en ég skrapp í staðinn í sund. Það var yndislegt að synda í nærri 20° hita. Ég hitti Önnu Jónu samstarfskonu mína á Birkilundi í sundi en hún var að fara upp úr lauginni þegar ég var að fara ofan í. Einnig hitti ég Karin sendiherrafrú en hún er fastagestur í lauginni á Nesinu, alltaf gaman að hitta hana. Nú stefnum við mæðgur á að skreppa í eina búð en síðar á að sleikja sólina á Miðbrautinni. Nánar síðar. 😉