Helgin liðin

Jæja nú er helgin liðin og ég hálfnuð með sumarfríið. Þetta var bara góð helgi eins og alltaf, eru helgar ekki þannig, jákvæðnin að drepa mann núna enda sumarfrí í gangi. Ég er að lesa bókina „Leyndarmálið“ og er bara nokkuð jákvæð eftir að hafa lesið það sem ég er búin með. Ég held að það sé bara mikið til í þessu með lögmál aðdráttaraflsins, þ.e. að ef þú ert jákvæður þá dregur þú að þér jákvæða hluti. Hvað sem því líður þá áttum við yndislegan dag í dag, við fórum nefnilega í skírnarveislu hjá lítilli frænku Þorvaldar og barnanna minna. Hún var skírð nafninu Guðrún Filippía í höfuðið á ömmum sínum. Það var gaman að fá að taka þátt í þessum degi með fjölskyldunni á Sogaveginum og hitta skyldfólkið. Til hamingju Gísli, Hanna og Keli. 😉
Lífið hefur gengið sinn vanagang um helgina, alltaf sama rútínan, fara og versla inn og svona. Á laugardaginn keyptum við okkur nýja þvottavél, auðvitað í Elkó, Electrolux geðveikt góða og er ég búin að vera þvo og þvo, rosalega óhreint tau á heimilinu. Gamla góða AEG þvottavélinn okkar fór í Skipholtið og á vonandi eftir að endast þeim skötuhjúum vel. Jæja ég er að spá í að hætta þessu í bili og fara að lesa eða eitthvað skemmtilegt. 😉