Síðasta færslan úr Serenade of the Seas

Jæja nú er þessi hluti afmælisferðarinnar á enda, við förum í land í fyrramálið. Við erum búin að pakka og setja töskurnar fram á gang svo að þær séu færðar frá borði og við sótt þær í komusalnum. Tveir síðustu dagar hafa farið í afslappelsi, sólböð, át, hreyfingu og leikhússýningar. Gróa Mjöll hefur verið dugleg að fara í klúbbinn sinn og talar ensku eins og innfæddur, það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með henni hvað hún skemmtir sér vel. Þessi tími hér um borð hefur verið æðislegur, við höfum getað nýtt okkur það sem boðið er upp á, þó sumir hafi verið duglegri við það en aðrir 😉 Veðrið hefur leikið við okkur alla ferðina sól og hiti, stundum hefur verið helst til of heitt en við kvörtum ekki.  Stundum hafi verið meiri veltingur en það hefur ekki skemmt fyrir neinum, bara yndislegt bara að láta rugga sig í svefn 🙂 Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar hafa verið hér á skipinu.

Continue reading