Fyrsta færslan í ferðinni

Nú erum við sko mætt á svæðið í Kissimmee á 4726 Ormond Beach Way í Terra Verde hverfinu, í yndislegt hús eiginlega við hliðina klúbhúsinu. Hér er allt til alls og ekki skortir sólskinið 😉 Við höfum aðeins sinnt smá viðskiptum annars bara haft það gott og notið lífsins. Flugið hérna út var yndislegt en við höfðum góða, hjálp því hún Begga mín flaug út með okkur. Hún hugsaði einstaklega vel um okkur og liðu þessir rúmar 7 tímar bara mjög fljótt. Það er andstætt við landamærisvörsluna það tók liggur við jafn langan tíma þar og flugið ;( Allt tók þetta nú enda og við sóttum farangur og bíl og keyrðum á staðinn. Gróa Mjöll stóð sig eins og hetja, mætti halda að hún væri alltaf á ferð og flugi 🙂 Nú er bara að njóta lífsins og gera það við sem gerum best 😉 En myndir segja meira en hundrað orð svo endilega njótið