Serenade of the Seas 

Nú er annar dagur siglingarinnar og við orðin aðeins hagvanari þessu yndislega fleyi sem ber nafnið Serenade of the Seas 😉 Það gekk mjög vel að tékka sig inn á skipið eftir að hafa skilað bílnum og tekið rútu frá flugvellinum að höfninni. Þetta var allt mjög spennandi og það voru mjög spenntir einstaklingar sem gengu um borð um kl 14:30 í gær. Við kíktum inn á herbergin okkar og fórum síðan á öryggisæfingu sem allir þurfa að taka þátt í. Ef eitthvað kemur upp á eigum við að safnast saman í leikhúsinu. Gróa Mjöll fékk armband með upplýsingum á sem hún er með alla ferðina 🙂 Við kíktum á ýmsa hluti og fengum upplýsingar um allt sem við þurftum að vita um og bókunum okkur í kvöldmat. Kvöldmaturinn var þríréttaður og voru allir fínt klæddir og til fyrirmyndar. Í dag tóku ég og Gummi daginn snemma og fórum í ræktina og Gummi fór í jóga, hinir hvíldu sig á meðan. Eftir það var farið í Windjammer og morgunmatur borðaður, þar er allt til alls og maður veit stundum ekki hvað maður á að fá sér 😉 Við vorum búin að ákveða að reyna að sjá landsleikinn sem við og gerðum meðan Gróa Mjöll skemmti sér í sundlauginni og fór ótal ferðir í rennibrautinni. Í hálfleik fórum við svo aftur á Windjammer og þá í hádegismat, alltaf verið að borða hér 😉 Við kláruðum að horfa á leikinn hálf fúl yfir úrslitunum og héldum í klefa aðeins að jafna okkur og undirbúa okkur fyrir captain´s dinner sem er í kvöld. Þá er það jakkaföt og síður kjóll, bara skemmtilegt að hitta þjónana sem eru líka í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins. Ég set hér inn nokkrar myndir sem ég er búin að taka en þarf að taka fleiri myndir á morgun, þar til þá sjáumst 😉