Á föstudaginn fórum við í góðan göngutúr í miklum hita, þeim mesta sem við höfum upplifað, í downtown Kissimmee. Þar er hægt að ganga meðfram vatninu, fullt af göngustígum og alls konar bæði leiktæki og bekkir, eiginlega bara allt sem hægt er að hugsa sér. Þegar við gengum mættum við löggu sem að spurði okkur hvort við hefðum séð konu í grænni skyrtu og gallabuxum og léti skringilega…. nei við höfðum ekki mætt henni en við fórum ósjálfrátt að svipast um eftir einni slíkri. Ekki urðum við varir við hana frekar en löggan en hitt má hins vegar segja að það er fullt af skringilegu fólki hér í Ameríkunni eins og annars staðar ef út í það er farið 😉 Við eyddum dagsparti í þessu fallega umhverfi en snérum við vegna hita, allir orðnir vel sveittir og þá sérstaklega Róbert Ingi. Efir að við komum svo heim fórum við í sundlaugina til að kæla okkur og fá okkur smá í gogginn 😉
Góð myndin af mér og Róberti í sólinni! 🙂
Já bara flottir feðgar ❤️