Úr vonda veðrinu til Flórída

Jæja þá erum við komin í sólina í Flórída. Við komum tímanleg í Keflavík eftir að hafa komið við á nokkrum stöðum, til að knúsa fólk og tékka á hlutum. Eftir að hafa sinnt smá viðskiptum í fríhöfninni, sem vel á minnst stendur ekki undir því nafni þessa stundina að vera best í heimi. Á leiðinni í Sagalánsið hittum við hana Beggu flugfreyju sem var að koma frá París og fengum góða ferð knús hjá henni. Við sátum svo og kýldum vömbina áður en haldið var út í vél. Flugið var yndislegt í alla staði, við fengum 3 sæti og gátum því aðeins haft meira olnbogarými. Það var eins og flugstjórinn væri að lenda þyrlu svo mjúk var lendingin í Sanford. Það gekk vel í immigration og við vorum komin fljótlega á bílaleiguna. Þar fengum við forláta Chevrolet eftir að hafa átt að fá minni bíl en sá sem var að sækja bílana ákvað að láta okkur hafa þennan, fékk hann ríflegt tips frá okkur 😉 Þess má geta að hann er hvítur en við höfum oft verið með hvíta bíla hér í Ameríkunni. Eftir akstur eftir I-4 vorum við svo komin á leiðarenda í Terra Verde seint og um síðir. Þar biðu Helena og Kristján eftir okkur en Róbert Ingi var farin að lúlla. Það koma svo fleiri myndir og sögur seinna 🙂