Old Town Kissimmee

Eftir að hafa dúllað okkur fyrri hluta dagsins við að skypa heim og svona lögðum við af stað og ferðinni var heitið á Texas Roadhouse til að borða. Reyndist það hið besta steikhús og var brauðinu, smjörinu og hnetunum gerð góð skil áður en steikin kom á borðið. Eftir að hafa setið og snætt var haldið til Old Town Kissimmee. Þar röltum við um og nutum þess að skoða þar sem fyrir var, gamlar búðir og veitingastaðir, gamlir bílar og alls kyns tívolítæki mishættuleg. Ekki má gleyma the Dukes sem tróðu upp á svæðinu en það voru eldri skúnkar að syngja í karaókí og fullt af gömlu liði sem mætti með stólana sína til að njóta. Reyndist þetta hin besta skemmtun í alla staði og það varð alltaf meira og meira líf eftir að líða tók á daginn. Á eftir koma nokkrar myndir frá deginum svo það er um að gera að njóta vel 😉

4 thoughts on “Old Town Kissimmee

  1. Það var mjög skemmtilegt að skoða þetta litla samfélag, margt áhugavert að skoða. Minnti okkur reyndar á viðkomustaðina í siglingunum. Við höfum farið í svona old town í Phoenix og San Diego en þetta var samt pínu öðruvísi en þar 😉

  2. Gróa þessi staður er æðislegur . Gaman að skoða myndirnar maður er bara á staðnum 🙂

Comments are closed.