Sundlaugarunaður eins og hann gerist bestur ;)
Hér koma myndir af sundlaugargarðinum okkar, við höfum eytt löngum stundum hér í letilíf og sólarsleikjur. Nú er bara einn dagur í heimferð og við eigum eftir að sakna staðarins, sólarinnar og öllu sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Við eigum vonandi eftir að koma hingað aftur því að staðsetningin hentar okkur einstaklega vel. […]