Allir í ræktina

Ég verð nú að segja smá fréttir af heimilinu nú þegar ég er sest fyrir framan tölvuna. En nú eru bara allir heimilismeðlimir orðnir kropparæktendur í World Class, sá síðasti höfuð heimilisins með meiru skráði sig til lífstíðar í morgun (að hans sögn) 😉 Hann mætti s.s. galvaskur með okkur mæðgum, við fórum nú samt í laugardagsfjör hjá Ásdísi en hann hjólaði og prófaði einhver tæki á meðan. Þegar við vorum búnar sýndum við honum á tækin sem við kunnum best á eða þannig og síðan var teygt og svona. Við hjónin fórum svo í heita pottinn og spjölluðum við Palla Þorsteins sem var með okkur bæði í ræktinni og pottinum. Eftir að komið var heim fór Þorvaldur og sótti mömmu sína á Grundina og við mæðgur skruppum aðeins í Smárann að kaupa okkur smá mæru, hvað það eru nú páskar 🙁 Í gær elduðum við Kristján eða aðallega Kristján kalkún og komu mamma, pabbi, tengdó, Haukur, Hreiðar, Edda og Gummi og borðuðum með okkur þennan líka dýrindis mat. Eftir það var svo kíkt á sjónvarpið og svo fengum við vöflur sem Þorvaldur hafði bakað, bara æðislegt 🙂 Nú er páskafríið svona hér um bil hálfnað og við þurfum að fara að kíkja á skattaskýrslurnar en það var eiginlega svona áætlun helgarinnar. Þorvaldur er líka með þá hugmynd að klára að klippa videóið frá ferðinni, svo það er nóg að gera á bænum. Þar til næst….

Dísa á afmæli í dag

Hún Dísa vinnufélagi minn, magadansfélagi með meiru og ræktarþjáningarsystir er 45 ára í dag og ég verð að syngja fyrir hana í tilefni dagsins: Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Dísa, hún á afmæli í dag. Njóttu dagsins á Akureyri og skemmtu þér ógeðslega vel 🙂