Smá fréttir af Miðbrautinni

Héðan af Miðbrautinni er allt gott að frétta, lífið gengur sinn vanagana að vanda. Við erum held ég alveg komin til baka frá Ameríkunni, bæði andlega og líkamlega, svefninn kominn á rétt ról og allt eins og það á að vera. Tíminn flýgur áfram, það er alltaf helgi finnst mér eiginlega. Maður fer í vinnuna og ræktina og svo er bara komið kvöld. Það gengur vel í ræktinni hjá okkur mæðgum og svo fer nú að líða að því að Þorvaldur fari að mæta og rækta kroppinn 😉 Við í vinnunni hittumst svo einu sinni í viku og æfum magadans, það er ótrúlega gaman að hittast og dansa undir stjórn hennar Nadíu sem kennir okkur. Nú það eru s.s. litlar aðrar fréttir af bænum nema að í gærkveldi fórum við mæðgur, þ.e. ég og dóttir mín á alveg geðveika tónleika með Sálinni. Sálin hélt nefnilega afmælistónleika í gærkveldi og við látum nú ekki svoleiðis skemmtun fara fram hjá okkur. Það var ótrúlegur mannfjöldi sem söng með og dansaði og maður gleymir þessu nú seint 🙂 Í dag fórum við svo í laugardagsfjör hjá henni Ásdísi og þar er alltaf fjör og mikið svitnað, sem er bara gott. Núna eru bara rólegheit á laugardagskveldi með bloggi og fleira skemmtilegu, heyrumst síðar…