And life goes on

Nú er allt orðið eins og það á að vera hér á Miðbrautinni. Ég orðin hress, farin að vinna og í ræktina, gott að geta farið aftur í sína eðlilegu rútínu 🙂 Nú er bara bjart fram undan eða þannig, þrátt fyrir krepputal og verðhækkanir þá held ég að lífið sé bara gott og maður eigi að vera bjartsýnn. Sumarið framundan sem vonandi verður hlýtt og gott, með rigningu í lágmarki og svo er nú daginn farið að lengja. Við mæðgur að hefja fimmtu viku í seinna átaksnámskeiðinu í World Class hjá henni Báru og komið að því að fara að haska sér í að halda matardagbók. Ég hef verið í einhverjum svona sætindaferli síðan ég kom heim frá Ameríkunni og í síðustu viku var lystinn ekki upp á marga fiska en þetta er allt að koma. Vigtun og mæling á fimmtudag svo er bara sjá hvort maður hafi náð markmiðum sínum 😉 Framundan er svo margt skemmtilegt að gerast, m.a. förum við hjónin á Laugarvatn í 30 ára reunion helgina 25.-27. apríl og hlakka ég mjög mikið til að hitta gengið. Versta er að ég missi af síðasta tímanum á átaksnámskeiðinu sem á að vera í Laugum með spinning, baðstofuferð og fleiru, þess má geta að ég missti líka af þessu á síðasta námskeiði, var einhver staðar annars staðar á hnettinum 🙁 Ég virðist alltaf að vera gera eitthvað annað þegar svona stendur á, það er ekki eins og ég sé alltaf að skemmta mér eitthvað en svona er þetta. Jæja ætli ég hafi þetta nú nokkuð lengra að sinni svo þar til næst…. blesssssss