Heilsufarið að batna

Jæja nú held ég barasta að ég sé að ná heilsu, hef ekki mælt mig núna seinni partinn, er að verða eins og meiri háttar veðurathugunarstöð, svo ég veit ekki alveg hitastigið á konunni. Ég vona að ég sé orðin hitalaus svo að ég geti farið að lifa eðlilegu lífi, fara í ræktina, sækja vinnu og svona en mikið hryllilega er þreytandi að vera lasin 🙁 Ég horfði á CSI NY í dag og náði að klára alla þætti heimilisins. Svo þegar Edda kom heim úr vinnunni hjálpaði hún mér aðeins með ipodana mína, ég á alltof marga og hef átt í erfiðleikum með að setja inn á þá. Eftir að hafa skoðað þetta settum við upp facebook fyrir mig, gamla er bara komin með facebook. Það má segja að facebook sé fyrir fólk sem hefur ekkert að gera og þess vegna af því að ég hef ekkert haft neitt að gera í veikindunum þá dundaði ég mér við að skoða og gerast vinur og svona. Skemmtilegt en ég náði að tengjast gömlum vini, henni Söru Theódórs sem ég vann með á Litlubrekku og Mánabrekku í denn, bara skemmtilegt… svo núna erum við vinir á facebook 😉 Svo núna hef ég eitthvað til að gera í tölvunni eftir að hafa fært inn færslur hér eða þannig