Yndislegur dagur að kveldi kominn. Var að koma úr 10 km hjólatúr með Björgu, hún var reyndar á línuskautum en ég á hjóli. Við fórum eftir Ægissíðunni inn að kirkjugarði settumst á bekk þar og nutum veðurblíðunnar. Edda og ég gengum stóra Neshringinn fyrr í dag í sól og blíðu. Maður er bara komin með góða brúnku og skrítin för á bakið eftir hina ýmsu hlíraboli, svona eins og tígrísdýr. Hver segir að það þurfi að fara til sólarlanda til að fá brúnku á skrokkinn! Á morgun á svo að fara í ræktina og njóta svo góða veðursins (maður reiknar með því að það verði áfram sól og sumar). 😉
Gott að sjá þig aftur á netinu.
Kveðja
Sigga
Það verður örugglega rigning… það er alla vega miklu skemmtilegra í vinnunni hjá mér þegar það er rigning 😉
Ví, gaman að þú bloggir 🙂
Hér er allt í kössum og drasli og GHH og SÝH búa til mikla ævintýraheima úr þessu kraðaki. Sjóræningjaskip er eitt (SÝH bauð mig „velkomna um borðið“) og GHH fann svona mjólkurþeytara fyrir kaffi og hleypur hér um allt og segist hafa töfrasprota (bíð eftir að hann sprengi mótorinn því hann notar þetta í ALLT).
SÝH fann ofaní kassa gamalt salt og pipar-sett og smakkaði á því, tilkynnti mér að „sykurinn“ væri í lagi en „hitt“ væri ekki eins gott. Þá leit ég upp úr kassa, jesúsaði mig og reif þetta af henni.
Og nú held ég að þau séu farin að rífa í sundur sófasettið svo ég verð að hlaupa! hahaha
Fylgist vel með þér á blogginu krúsla.
Kveðja, JYJ
Gaman að sjá að vinir mínir skemmti sér öll við að pakka niður
Heyri frá ykkur síðar 😉