Washington – Williamsburg

Við yfirgáfum hótelið í sól og blíðu og ókum sem leið lá í gegnum miðborgina að eina markverða staðnum sem enn hafði ekki verið skoðaður, Pentagon. Þar ókum við meðfram þessari risastóru byggingu og stöðvuðum og skoðuðum minningarreitinn um þá sem létu lífið 11. september 2001 þegar þau komu í veg fyrir að flogið væri á Pentagon. Minningarreiturinn er snilldarlega hannaður og vakti hjá okkur verðskuldaða athygli. Stefnan var síðan tekin á Williamsburg þar sem við ætluðum að eyða helginni með Jóhönnu og Elvari. Það urðu fagnaðarfundir þegar við renndum í hlaðið en þau eru höfðingjar heim að sækja. Á sunnudeginum sýndu þau okkur allt það markverðasta í borginni en þarna er að finna upphaf enskrar byggðar í Bandaríkjunum og þróun hennar fyrstu hundrað árin er mjög vel varðveitt. Við enduðum svo daginn með ógleymanlegri grillmáltíð en kvöldið áður höfðum við farið á mexikanskan veitingastað.

One vital point was still unexplored in Washington and that was the Pentagon. We drove straight through the center of town and stopped by the Pentagon Memorial Park which is a geneously designed. After that we headed down to Williamsburg to spend the weekend with our friends Johanna and Elvar. They showed us all the main sides; Jamestown shows the first English settlement in USA and Yorktown the progress in next 100 years. This great weekend was then finalized with a fabulous grill party.

2 thoughts on “Washington – Williamsburg

  1. Flottar myndir. Gaman að sjá að þið skemmtið ykkur og veðrið virðist leika við ykkur. 🙂

Comments are closed.