Washington

 

Eftir góðan  morgunmat á hótelinu í Upper Marlboro ókum við út á næstu lestarstöð, lögðum bílnum á langtíma stæði og tókum lestina niður í miðbæ. Við fengum greinagóðar leiðbeiningar frá Segway fyrirtækinu og þegar við komum upp frá neðanjarðarlestastöðinni blasti skrifstofan við okkur. Eftir stutta vídeókynningu og æfingu fyrir byrjendur var haldið af stað og öll helstu kennileiti borgarinnar skoðuð í návígi. Eftir þriggja tíma Segway ferð skelltum við okkur í útsýnisrútu í tvo og hálfan tíma og sáum þá markverðu staði sem eru fyrir utan miðbæinn. Síðan var haldið heim með lestinni og slappað af það sem eftir lifði dags rjóð og sælleg.

After a good breakfast in the hotel in Upper Marlboro we drove down to nearest train station, parked the car and took the train downtown. We had pretty good information from Segway Company so when we came up from the underground we saw their shop right away. After a short demonstration and practice for beginners we were on our way to look at all the main attraction in the center. After the three hours Segwaytour we took a double Decker bus for two and half hour to see the rest of the attraction located outside of the center. We came back happy and little red in the face since the sun was shining on us the whole time.

7 thoughts on “Washington

  1. mjög flottar myndir, Gróa min. Væri til i að vera með ykkur……

  2. Mikið er gaman að lesa og skoða myndirnar frá ferðalagi ykkar. Ég á örugglega einhverntíman eftir að komast til USA.

  3. Gaman að fylgjast með ykkur hérna. Var ekki gaman á þessum hjólum eða hvað þetta er nú kallað.
    Já og Anna Lovísa og Liam Óli sakna þín í leikskólanum. Finnst ekkert eins og í einhverri afturför.

  4. Það er búið að vera hrikalega skemmtilegt og við séð fullt af nýjum og skemmtilegum hlutum.
    Solla það er alveg ógeðslega gaman á svona Segway, prófaðu það ef tækifæri gefst. Ég sakna þeirra líka, verð bara að heimsækja ykkur þegar ég kem heim.

Comments are closed.