Lokafærslan

Við erum búin að eiga góða daga hér í Orlando, höfum farið í ræktina, sleikt sólina, stundað smá viðskipti og fylgst með þrumuveðri. Það er búið að vera gott veður þar til í gærkvöldi, þá byrjaði ljósasýning  og læti sem við fylgdumst með út um gluggann úr herberginu. Í morgun fórum við í ræktina og svo lögðumst við á sundlaugarbakkann og nutum sólarinnar. Við skruppum að því loknu í smá vettvangsferð, fengum okkur að borða, þá byrjaði að rigna smá en svo kom þetta líka þrumuveður með miklum ljósagangi og vatnsveðri. Var rigningin þvílík að ekki sást út um rúðurnar á bílnum þrátt fyrir að þurrkurnar væru á fullu. Flæddi vatnið um allt og umferðin gekk mjög hægt, svo að við laumuðumst  um svæðið. Hitinn fóru úr 96° f niður í 73° á örskammri stundu. Á morgun er svo heimfarardagur og við þurfum að pakka og tékka okkur út af hótelinu kl. 12 á hádegi, flogið verður heim kl. 19. Þetta ótrúlega góða og skemmtilega frí er senn á enda og við þökkum fyrir okkur í þetta skipti 😉

We have had a really good time her in Orlando, used the gym, enjoyed the pool and the sun, done some shopping and also watched few thunderstorms. The weather has been nice until yesterday evening when it started to rain and we watched some lightning’s out of our window. This morning we went to the gym and afterwards we enjoyed the sun at the pool. After that we drove around, got something to eat but then it really began to rain and the sky simply lit up and we could hear a lot of thunders.  It rained heavily and the streets got flooded (7”) and the traffic slowed down to almost zero since we could hardly see anything out of the window although the wipers were on full speed. The temperature dropped from 96 down to 73 in just few minutes. Tomorrow we will fly home and will spend the morning packing since we will have to check out of the hotel at 12.00AM and fly out from Sanford at 7.00 PM. This has been a really good trip and we thank our readers this time 😉