Smá færsla

Ég set inn smá færslu svo ég fái ekki athugasemdir frá minni ástkæru dóttur. Ég ætlaði að færa inn í gær, var nefnilega í helgarfríi í gær en fékk að vita að það væri ekkert helgarfrí hjá mér, ég væri í sumarfríi og búin að vera síðustu 3 vikur (dóttir mín minnti mig á þetta). En ég færði ekki inn færslu í gær því er nú ver og miður, svo það kemur smá núna og svo vonandi meira á morgun. Í gær hjóluðum við hjónin næstum 20 km á góðum tíma í góðu veðri.. not mótvindur allan hringinn. Það er voðalega skrítið hvað við hjólum oft í mótvindi, ég skil þetta ekki alveg. 🙁
Eftir að hafa hjólað versluðum við og svona gerðum hluti sem þurftu að gera, ekki samt nein þrif… Ég prjónaði helling, er nefnilega að prjóna peysu á dótturina en henni finnst ég ekki alveg nógu dugleg svo ég tók skurk í að prjóna. Ég fór því að sofa í seinna lagi og því miður ekkert skrifað í dagbókina. 😉
Í dag vöknuðum við frekar seint eða þannig, svona um 10. Haukur og tengdamamma kíktu aðeins við, Haukur kom með tölvuna sína. Við kjöftuðum smávegis og horfðum á Austfjarðarvíkinginn 2006 í imbanum, mikið rosalega eru þetta hraustir karlar sem taka þátt í svona keppnum. Þegar þetta var búið og gestirnir farnir, fórum við hjónin inn í Smára fyrst í Smáralindina í nokkrar búðir og svo í Elkó. Þar hitti ég Eddu sem var í mat, hún var annars að vinna í Elkó. Við fórum út í miðju á Smáratorgi og gerðum smá innkaup, svo fór hún aftur í vinnuna og við hjónin á Hraunbrautina. Þar stoppuðum við heillengi og kjöftuðum við gamla settið og líka Sigga frænda, sem var staddur þar í kaffi. Við komum seint og um síðir heim, elduðum og gláptum á imbann. Haukur kíkti aðeins við og eftir að hann var farinn horfðum við á Die hard, rosagóð mynd en fór stundum of langt í hetjuskapnum. Á morgun er ætlunin að taka til í geymslunni, gangi okkur bara vel…. 🙂

5 thoughts on “Smá færsla

  1. Nei þú ert sem betur fer sú ein sem fékkst nöllaragenið. 😉

Lokað er á athugasemdir.