Eftir átta tíma flug í sneisafullri vél lentum við í Denver. Það var frekar mikil ókyrrð á seinni hluta ferðarinnar og lítið útsýni svo tíminn var notaður í að reyna að sofa og horfa á sjónvarp. Eftir að hafa farið í gegnum hið bráðskemmtilega immigration og custom fórum við og fengum bílinn okkar, mjög fallegan og hvítan Raw 4. Einhverja hluta vegna erum við oft með hvíta bíla á ferðalögum okkar í USA. Við keyrðum svo sem leið lá á þetta ágæta Best Western hótel og eftir að hafa hent inn farangri, fórum við og sinntum smá viðskiptum í Valgarði (Walmart) og enduðum á Makkanum í sukki og svínaríi. Það voru frekar þreyttir ferðalangar sem lögðust til svefns en þá var klukkan sex á íslenskum tíma 😉 Í dag ætlum við svo að fara á Segway og soða okkur um í Denver, því á morgun hefst ferðalagið mikla.
Gaman að heyra af ykkur, bíð spennt eftir næstu færslu og fleiri myndum 🙂