Er bara komin með lén juhu

Nú verður bara hafist handa og bloggað á fullu. Ég og mín ástkæra dóttir fórum í dag í okkar árlega rúnt um Suðurland. Við keyrðum í Hveragerði, rúntuðum um þar, kíktum á MR selið, það er greinilega verið að vinna við að gera við það, komin tími til að okkar mati. Við stoppuðum svo í Eden og versluðum smá eins og okkar er von og vísa en síðan var ekið á Selfoss. Það var 29° hiti á mælinum þegar ekið er inn á Selfoss og fundum við vel fyrir hitanum, með blásturinn á fullu. Við skoðuðum ýmislegt á Selfossi, keyptum nesti í Guðnabakarí og brunuðum á Þingvelli. Þingvellir skörtuðu sínu fegusta í sólskini og blíðu og notuðum við sénsinn að fá okkur nestið góða og röltum svo með öllum túristunum. Það voru m.a. túristar merktir skemmtiferðaskipinu sem var í höfn, Costa Classica, ég er skemmtiferðaskipafíkill þannig að ég fékk smá fiðring í magann að sjá þau spranga um Þingvelli. Nánast eins og að vera í útlöndum að heyra bara talaða „útlensku“ á þessum sögufræga stað. Við keyrðum heim glaðar og ánægðar eftir daginn og þá tók hversdagurinn við með eldamennsku og þvotti. 😉

2 thoughts on “Er bara komin með lén juhu

  1. Verði þér að góðu, vonandi verða þær bara miklu fleiri í framtíðinni 🙂

Lokað er á athugasemdir.