Eftir að hafa borðað morgunmat og tekið okkur til keyrðum við sem leið lá frá Monticello til Blanding. Þaðan tókum við þjóðveg 95 til staðs sem heitir Butler Wash og geymir rústir Navajo índíána. Þar gengum við um 800 m að rústunum í misgóðu undirlagi og svo til baka, þetta tók um klukkutíma en var vel þess virði. Eftir það héldum við til Natural Bridges National Monument og skoðuðum hrikalegar steinbrýr, Kachina, Sipau og Owachomo brýrnar. Náttúran þarna er sannarlega hrikaleg að sjá en ótrúlega flott. Eftir að hafa skoðað þetta héldum við eftir þjóðvegi 261 til Gooseneck fram hjá Muley Point. Þar er hrikalegasti vegur sem við höfum farið hér Í Ameríkunni mjór vegur sem liggur utan í snarbröttu fjalli og erfitt að mæta bílum, vegurinn var malarvegur að hluta. Þaðan lá leiðin til Mexican Hat og stoppuðum við til að taka mynd af klettinum sem þorpið er kennt við. Síðan var það Monument Valley með öllum sínum hrikalegu en flottu klettum en þar stoppuðum við til að stunda smá viðskipti og taka myndir auðvitað. Eftir þetta var haldið til Grand Canyon þar sem við horfðum á sólina setjast við Desert View og ræddum við amerískan eldri borgara um ýmislegt m.a. Ísland og efnahaginn svona yfirleitt. Það var farið að dimma svo við keyrðum til Tusayan þar sem við gistum í nótt. Á morgun ætlum við aftur að Grand Canyon og skoða meira og þá í birtu. Hér koma nokkrar af þeim myndum sem við tókum en við tókum yfir 300 myndir bara í dag 🙂
Gaman að sjá fleiri myndir frá ferðalaginu. Það þarf hins vegar að kenna ykkur að taka sjálfsmyndir… sá sem er stærri verður að halda á myndavélinni! 🙂
Vá hvað þetta er flott útsýni. Örugglega æðislegt að keyra þarna í gegn. Segi ég sem nenni aldrei að sitja í bíl.
Gaman hvað þið eruð líka dugleg að taka myndir 🙂 Þessi síðasta einstaklega flott.
En já, góð athugasemd hjá Kristjáni. Mæli með því.
Við höfum verið að taka á stóru vélina og pabbi þinn er ekki að fara taka á hana 😉
Annars góðir punktar með sjálfsmyndatökuna 🙂
Við Helenu getum greinilega farið í svona keyrsluferð ef marka má síðustu ummæli. 🙂
Rólegur Kristján…
Gróa mín við erum með ykkur þarna í huganum, finnur þú ekki fyrir mér haha 🙂
Jú Steina mín þú ert alltaf með mér í anda 😉