Við áttum góðan dag í Denver í gær. Byrjuðum á indælis morgunverði, american style og undirbjuggum okkur fyrir daginn. Við byrjuðum á að keyra niður í miðbæ til að fara á Segway. Reyndist túrinn hinn allra skemmtilegasti og sáum við stóran part af miðborginni. Denver er mjög falleg borg, fullt af görðum og göngu og hjólastígum. Við eyddum tveimur tímum í að krúsa um á Segway og skoða mannlífið og mælum við með svona ferð ef farið er hér um slóðir. Eftir að hafa rölt um 1600 Mall Street og kíkt í nokkrar búðir fórumvið í viðskiptaferð eins og þær gerast bestar 😉 Núna verður svo haldið á vit ævintýranna en nánar um það síðar. Hér koma nokkrar myndir frá gærdeginum.
Gaman að lesa og fylgjast með. Góða skemmtun 🙂
Orðin góð í sjálfsmyndatökunni 🙂
Farðu svo varlega pabbi, þetta er algengara en maður heldur.
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/10/11/klosett_sprakk_framan_i_mann/
Hlakka til að fylgjast með ykkur 🙂
Oh hvað það hefur verið gaman hjá ykkur. Smá öfund út í segway-ferðina!
Flott ferð á Segway!