Gleðileg jól

Jæja er nú ekki bara aðfangadagur jóla runninn upp og mér sýndist út um gluggann að það hefði bara snjóað. Hér á Miðbrautinni er nánast allt tilbúið, Kristján hefur yfirumsjón yfir kalkúninum og fer bráðum að byrja að undirbúa. Við mæðgur erum á leið í kirkjugarðinn og svo þurfum við að sinna smá erindum áður en haldið er heim. Þorvaldur er að vinna í Elkó, mætti í sparifötunum sínum. Hann er alltaf extra fínn í vinnunni á aðfangadag, einn af hans jólasiðum (áhugasamir geta flýtt sér í Elkó og kíkt á kappann). Eftir að allir eru komnir heim setjumst við niður og opnum og lesum jólakortin í rólegheitunum, alltaf svo notalegt 🙂 Svo koma mamma, pabbi og tengdó í mat til okkar í kvöld, þannig að þá koma nú loks jólin. En gleðileg jól og hafið það gott um hátíðirnar.

One thought on “Gleðileg jól

Comments are closed.