Desember með jólalögum og fleiru skemmtilegu

Jæja þá er komin desember og við mæðgur búnar með jólakortin og baksturinn, ja næstum alveg. Förum á morgun eftir vinnu til mömmu í laufabrauðsbakstur en við ætlum að baka með henni og Guðnýju, árlegur siður sem ekki má sleppa. Um síðustu helgi bökuðum við fyrst sörur með mömmu og Diddu og svo á sunnudaginn bökuðum við fimm sortir eða svo mæðgurnar, ótrúlega duglegar bara 😉 Við erum líka búnar að gera jólkortin, það er alltaf gaman þegar búið er að gera þau. Svo á eftir að skrifa hersinguna en það bíður betri tíma. Mín er búin að liggja með bólgnar vöðvafestingar í mjöðmini ekki nógu gott en á batavegi. Stína mín nuddari reddaði kellingunni að vanda og svo er bara að vera dugleg að hreyfa sig og teygja, kemur bara…. Nú er að hefjast vinaleikur í vinnunni ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur, get ekki upplýst nokkuð núna því að vinurinn minn má ekki fá að vita nokkuð fyrr en á föstudaginn kemur, þá upplýsum við um vininn, bara skemmtilegt eða þannig 🙂 Tengdó er hjá okkur núna um helgina, Þorvaldur er að baka skonsur og eitthvað gott svo ég verð að hætta núna og fara að blanda geði.. heyrumst fjótlega.