And life goes on

Já já lífið heldur bara áfram og líður hratt, bráðum mánuður til jóla en ég er búin að sinna nánast öllum jólaviðskiptum, ég er alltaf að sinna viðskiptum ég versla ekki haha… Svo erum við mæðgur byrjaðar á jólakortunum svo að desember verður bara nice and easy, bara kaffihúsaferðir og svona, tónleikar með Bo og kertaljós og nammi uhhhhmmmm 🙂 Síðan ég kom frá Ameríkunni hefur nú ýmislegt gerst, ég fékk svo skemmtilega í bakið strax eftir heimkomuna en hún Stína mín nuddaði það nú bara í burtu og fyllti gömlu með krafti eða þannig… alltaf jafn gott að koma til hennar. Svo var tonn af þvotti sem beið og var því mikið að gera hjá Electroluxinu í þvottahúsinu um helgina. Svo var byrjað á jólakortunum og svo fékk gamla magapest „numero duo“ á stuttum tíma um helgina, hef ekki upplifað svona verki í mjög langan tíma hélt að ég þyrfti að kalla á lækni á aðfaranótt laugardags. En þegar fór að líða á laugardaginn var bara allt í gúddí og við mægður héldum áætlun og kíktum aðeins í Kringluna, The Pier og Toys´r´us. The Pier er skemmtileg en dótabúðin er skelfing, þvílíkt rugl, fullt af grenjandi börnum (hef ekki á móti grenjandi börnum en… ) og þreyttum og pirruðum foreldrum, við mæðgur vorum fljótar að láta okkur hverfa og fer ekki þangað alveg á næstunni 🙁 Þorvaldur átti svo afmæli á fimmtudaginn, oh ég gleymdi að setja inn afmæliskveðju á síðuna, (Gróa þú ert nú ekki alveg í lagi, er að skamma sjálfan mig) en við héldum smá veislu honum til heiðurs á laugardaginn og mætti stórfjölskyldan, þ.e. foreldrar mínir, mamma hans, börn og tengasonur og svo Haukur mágur. Kristján og Þorvaldur sáu um eldamennskuna, rif, hot wings og svo kínverskan a´la Þorvaldur, strákar maturinn var mjög góður nánast himneskur. Í gær kíktu svo Hanna Lilja, Gísli og Guðrún Filippía í heimsókn, guð hvað hún er orðin stór, sáum hana síðast í ágúst. Hún er farin að sitja og hafði mikið til málanna að leggja. Við ákváðum að hafa National Lampoon jólahátíð um miðjan desember, hlakka til, langt síðan við höfum hlegið okkur mátlausar af þessari annars góðu og fyndnu mynd 😉 Svo er barasta komin ný vinnuvika sem eflaust líður hratt að vanda en eftir vinnu í dag fórum við Edda í mánaðarlega klössun hjá henni Jóhönnu okkar snyrtifræðings í Garðabænum. Henni tekst einhvern veginn alltaf að láta gömlu líta svo vel út, ég skil það ekki… not. Jæja ég er nú að hugsa um að fara að hætta þessari vitleysu og fara að setjast hjá minni ástkæru dóttur og gera nokkur jólakort, hún er að vinna mig í keppninni um hver gerir fleiri ef keppni skyldi kalla. Það er allt eitthvað svo bróðurlegt og engin metingur á milli okkar og er það bara ekki gott…. Er að koma Edda 🙂 Læt fylgja með hér fyrir neðan helvíti góðar kaloríureglur sem ég fékk frá henni Laufeyju vinkonu minni í tölvupósti áðan, mér líst vel á þessar…. Njótið

KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN

Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur
Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.
Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur
Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú
Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta, næpur = hvítt súkkulaði)
Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar

Chicago Chicago

Jæja það var nú löngu kominn tími á færslu en við höfum haft svo mikið að gera að skriftir hafa algjörlega setið á hakanum 🙁 En við erum s.s. staddar í Chicago nánar tiltekið á hótel Willows sem er í Lincoln Park ef einhver þekkir það hverfi haha… Við komum hingað á þriðjudagskvöldið með allan okkar farangur en við þurftum að færa á milli taskna, því að þeir eru vægast sagt strangir á yfirvigtinni hér í Ameríkunni. En við komumst á leiðarenda með allt okkar hafurtask, eftir að hafa keyrt heillengi í traffík um Chicago í flugvallarrútu með tíu öðrum ráðstefnugestum. Á hótelinu er svona gamaldags lyfta sem að við segjum í gríni og hlægum mikið af, að það séu dvergar á efstu hæðinni sem að hjóli til að lyftan fari á milli hæða og að það þurfi að bæta við dvergum þegar við mætum í lyftuna með dótið. En án gríns, þessi borg er alveg yndisleg og við erum í frekar rólegum típísku amerísku úthverfi með litlum búðum og veitingastöðum. Við höfum aðeins sinnt viðskiptum hér, þá kannski aðallega sem við getum notað í leikskólanum í leik og starfi með börnunum. Aðalatriðið við að vera hér er nú ráðtefnan, sem er búin að vera meira en frábær. Í gær fórum við á tvo fyrirlestra um tónlist, sem að stóðu í þrjá tíma hver. Sá fyrri var betri en sá seinni að því leyti að við getum frekar tileinkað okkur það sem talað var um. Í þeim seinni var gamall gráhærður kall með sítt tagl og spilaði á gítar o.fl, hrillilega hress gaur sem söng með okkur og fyrir okkur alls kyns söngva sem við getum kannski breytt samkvæmt íslenskum aðstæðum. Í dag fórum við á fjóra fyrirlestra, alla fróðlega á sinn hátt. Tveir voru um vísindi í leikskólakennslu, ótrúlega spennandi sem við munum pottþét nýta okkur 😉 Svo hittum við Ingrid Pramling sænskan prófessor, sem við höfum lært um í kennaranáminu en hún fjallaði um könnun sem var gerð í 7 löndum um leik og kennslu í leikskólum. Það var mjög gaman að hlusta á Ingrid og fróðlegt að sjá hversu lík við erum svíum í leikskólamálum. Síðasti fyrirlestur dagsins var svo kynning á Loris Malaguzzi stofnuninni í Reggio Emilia á Ítalíu, sérstakt áhugamál mitt svo að þetta var skemmtilegt þó að ég hefði vilja fá að vita meira um stefnuna frá þeirra sjónarhorni. Á morgun förum svo á tvo fyrirlestra annan um vísindi og hinn um umhverfismennt. Eftir hádegi ætlum við að kíkja í miðbæinn og skoða skýjakljúfana en við höfum bara séð þá í myrkri. Við fórum á Michigan Avenue (þar sem þeir eru flestir staðsettir ) í gærkvöldi en það var komið myrkur og okkur langar að skoða þá í birtu og kannski taka nokkrar myndir. Svo förum við kannski upp í Sears Tower sem er 110 hæðir, ef lofthræðslan drepur okkur ekki áður. Á laugardagsmorgunin verðum við sóttar af flugvallarrútunni sem mun flytja okkur á O´Hare, þar sem við tökum flug til Boston og svo að endingu heim á gamla góða Ísland. Þetta er að öllu líkindum síðasta færslan í þessari ferð en hver veit hvort hægt er að pota einhverju inn og þá jafnvel einhverjum myndum. En myndirnar koma alla vega inn á síðuna þegar heim er komið. Nóg í bili og við segjum “see you again” 🙂