Jæja þá er komin desember og við mæðgur búnar með jólakortin og baksturinn, ja næstum alveg. Förum á morgun eftir vinnu til mömmu í laufabrauðsbakstur en við ætlum að baka með henni og Guðnýju, árlegur siður sem ekki má sleppa. Um síðustu helgi bökuðum við fyrst sörur með mömmu og Diddu og svo á sunnudaginn bökuðum við fimm sortir eða svo mæðgurnar, ótrúlega duglegar bara 😉 Við erum líka búnar að gera jólkortin, það er alltaf gaman þegar búið er að gera þau. Svo á eftir að skrifa hersinguna en það bíður betri tíma. Mín er búin að liggja með bólgnar vöðvafestingar í mjöðmini ekki nógu gott en á batavegi. Stína mín nuddari reddaði kellingunni að vanda og svo er bara að vera dugleg að hreyfa sig og teygja, kemur bara…. Nú er að hefjast vinaleikur í vinnunni ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur, get ekki upplýst nokkuð núna því að vinurinn minn má ekki fá að vita nokkuð fyrr en á föstudaginn kemur, þá upplýsum við um vininn, bara skemmtilegt eða þannig 🙂 Tengdó er hjá okkur núna um helgina, Þorvaldur er að baka skonsur og eitthvað gott svo ég verð að hætta núna og fara að blanda geði.. heyrumst fjótlega.
Haha, mér fannst fyndið að sjá að þið ætlið að horfa á National Lampoons – því hér á bæ er það liður í aðventunni að hlæja yfir þeirri mynd. Svo horfum við alltaf líka á Love Actually því hún minnir mann á hvað þessi skrýtna veröld getur verið æðisleg – og svo á Þorláksmessu horfum við á Nightmare Before Christmas (þó að Kaninn myndi auðvitað horfa á hana 24 des). Fyndið að bíómyndir séu orðnar hluti af aðventunni manns ;o)
Gaman að skoða myndirnar frá USA og svakalega er flott nýja lúkkið á síðunni!
Þar til næst… :o)
Takk fyrir kveðjuna, gaman að heyra að það sé fleiri en ég sem sé með svona fasta liði á aðventunni. Mér finnst Love Actually góð en það hefur ekki komið hefð á hana hér en aftur á móti kíkjum við líka oft á Home Alone á þessum tíma. Sonur minn horfir svo alltaf á ákveðna James Bond mynd á aðfangadag, svona eru nú hefðirnar oft sérstakar hjá okkur mannfólkinu 😉