Síðasta vika í sumarfríi

Jæja það er komið að því síðasta vika í sumarfríi, í bili a.m.k. Hvað maður er búin að hafa það gott í öllu því góða veðri sem hefur verið undanfarið. Þegar Þorvaldur greyið byrjaði í fríi, fór að rigna æææææ. 🙁 En við erum þó bara glöð yfir því er það ekki, getum alla vega ekki breytt neinu. Það hefur verið svolítill ferðahugur á heimilinu, vorum að ganga frá siglingunni í pabbaferðinni eins og ég er farin að kalla hana. Pabbaferðin verður farin í tilefni á 80 ára afmæli hans karls föðurs míns í febrúar. Þetta er hringurinn sem við ætlum að fara og tekur 7 daga:

Pabbaferð

Það verður bara skemmtilegt en eftir siglinguna ætlum við eitthvað að skoða USA meira. Við hjónakornin gengum líka frá siglingu sem við ætlum í, í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmælinu í september. Þetta er hringurinn sem við förum þá og tekur 3 daga:

Brúðkaupsferð

Jæja nóg með ferðalög í bili en ég elska að tala um og hugsa um svona ferðalög eða þannig. 🙂 Í gær var aldeilis tekið til í hitakompunni en við höfum á undarnförnum árum verið að safna, svona allskyns gersemum og drasli. Við hentum alveg helling af því en það hefur verið að okkar mati ómetanlegt hingað til. Þetta tók dágóðan tíma með smá hléum því að þau gömlu af Hraunbrautinni kíktu við til að ganga frá ferðinni, sem áður var minnst á. Við borðuðum svo öll kvöldmat saman og var það bara ánægjulegt. Ég hélt svo áfram að prjóna peysuna hennar Eddu en ég stefni að því að reyna klára hana fyrir helgi, svo að hún geti farið í hana í útileguna sem þau Gummi ætla að fara í. Svona er nú Ísland í dag! 😉

3 thoughts on “Síðasta vika í sumarfríi

  1. Hellú hellú,

    Ekki komumst við á Nesið í dag því miður.
    Húsmóðirin á kafi í þvottum og undirbúningi fyrir ferðalagið mikla á Vestfirðina.
    Ef þið eruð e-ð á ferðinni í austurbænum endilega kíkið við.

    Kveðja,
    Familían á S-22

Lokað er á athugasemdir.