Góður dagur

Dagurinn í dag er aldeilis búinn að vera góður og drjúgur. Fór í sund eldsnemma, synti og fór í nuddpottinn. Þegar ég kom heim fékk ég mér næringu, las blöðin og hófst svo handa við verkefni dagsins. Verkefni dagsins var eldhúsið, eftir að hafa tekið draslskúffurnar í gær, lá beinast við að taka næsta verkefni fyrir. Ég sem sagt tók eldhúsið og þreif það hátt og lágt, skipulagði og henti ég veit ekki hvað miklu drasli. Var að horfa á Opruh í kvöld og þátturinn var um drasl og því sem fólk sankar að sér, haha, mér leið ekkert smá vel að horfa á þáttinn eftir að hafa tekið til í eldhúsinu mínu. Dagurinn entist rétt svo, því ég bjó til lasagna þegar ég var búin og það var tilbúið þegar húsbóndi heimilisins kom heim úr vinnunni. Á morgun ætla ég að fara í sund og svo til mömmu og pabba, því að mamma saumameistari ætlar að aðstoða dóttur sína smávegis. Það verður bara gaman. 😉